Kjarninn - 26.09.2013, Page 86
S
teven Spielberg og George Lucas, tveir af
frægustu stórmyndaleikstjórum veraldar,
hafa skipst á því undanfarin ár að lýsa yfir
því að dýrar stórmyndir eins og við þekktum
þær væru óðum að líða undir lok. Þær væru of
margar og of dýrar og myndu áhorfendur því innan tíðar
sjá fjölda minni mynda taka við af þeim þegar stúdíóin
gæfust loksins upp á risamyndunum.
Árangur mynda er langoftast mældur eftir velgengni
– eða vandræðum – þeirra í Bandaríkjunum. Oftar en
ekki byrja kvikmyndaauglýsingar á hinum hræðilega
ofnotaða sígilda frasa „Fór beint á toppinn í Bandaríkj-
unum!“ eins og um sé að ræða hinn eigindlega og óum-
deilanlega mælikvarða á hvort myndin njóti velgengni
eða ekki. Og við, lesendur, áhorfendur og áhugafólk um
kvikmyndir, höfum um áratugaskeið litið á tekjutölur
frá Bandaríkjunum sem miðlæga uppsprettu upplýsinga
um hvort þessi mynd eða hin sé „smellur“ eða „flopp“.
Og um langa hríð var það þannig. Stór hluti af tekjum
kvikmynda úr kvikmyndahúsum, í það minnsta sá hluti
sem rann til framleiðendanna, kom frá Bandaríkjunum.
Auk þess voru fréttir um vinsældir – eða vöntun þar á –
frá Bandaríkjunum oftar en ekki afar mótandi á aðsókn
víða um heim. Ef dýr mynd floppaði í Bandaríkjunum
var svo gott sem úti um þá sem settu peningana sína í
framleiðslu hennar.
Nú er öldin hins vegar aldeilis önnur.
Floppunum fjölgar
Gríðarleg fjölgun á kvikmyndahúsum í Suður-Ameríku,
Kína, Rússlandi og víðar um Asíu hefur orðið þess
valdandi að aðsókn í Bandaríkjunum einum saman er
farin að skipta stúdíóin minna máli, jafnvel fyrir stærstu
og dýrustu myndir hvers árs. Við sjáum margar umfjall-
anir á netinu um að sumarið 2013 hafi reynst mörgum
myndum, og stúdíóum, ansi blóðugt, þar sem aðsókn á
fjölda mynda hafi valdið vonbrigðum. Ef aðeins er litið
02/07 kjarninn Exit