Kjarninn - 26.09.2013, Side 88
mistókst algerlega að fá til baka í Bandaríkjunum. Og
ef kvikmyndaheimurinn væri eins og hann var fyrir um
það bil 20 árum væru þær allar skínandi dæmi um upp-
blásna stórmyndaloftbelgi sem hrapa logandi til jarðar.
Aftur á móti hefur heimurinn breyst töluvert síðustu
tuttugu árin. Pacific Rim, ein dýrasta mynd ársins, er
enn að reyna að skríða yfir 100 milljón dollara markið
í Bandaríkjunum, en er þegar farin að skila hagnaði
fyrir Guillermo del Toro og framleiðendur. Svo mikinn,
reyndar, að talið er líklegt að framhaldsmynd verði gerð
af henni. Ástæðan? Kína.
Myndin hefur verið gríðarlega vinsæl þar, reyndar
svo vinsæl að tekjur af henni eru hærri þar en í Banda-
ríkjunum, heilar 109 milljónir dollara. Heildartekjur á
heimsvísu standa nú í rúmum 400 milljónum dollara,
sem gerir myndina að hinni prýðilegustu fjárfestingu
fyrir Warner Bros. og aðra sem stóðu að henni. Svipaða
sögu er að segja af Oblivion (Suður-Ameríka og
Evrópa), G.I. Joe: Retaliation (Asía), Elysium (Rússland
og Evrópa), A Good Day to Die Hard (Rússland, Suður-
Ameríka og Evrópa), After Earth (um allan heim) og
fleiri myndum.
Hvernig sér maður hvort mynd er flopp eða ekki?
Það sem gerir lestur og mat á velgengni mynda, í það
minnsta hvað varðar hvort þær skili framleiðendum
hagnaði eða ekki, erfiðan er þessi sama sprenging á
kvikmyndahúsamarkaðnum á heimsvísu. Mismunandi
samningar gilda milli framleiðenda, dreifingaraðila og
sýningaraðila í hverju landi, með mismunandi tekju-
skiptingu til hvers aðila. Flestir sem þekkja til setja þó
þá grunnlínu að stúdíóin fái milli 50 og 60 prósent af
tekjum mynda, og að meðaltalið sitji um 55 prósenta
markið. Þetta er auðvitað aðeins viðmið, en nokkuð ná-
kvæmt í flestum tilvikum.
Því er gott að margfalda kostnaðartölu myndar með
1,8 til að fá út hversu mikinn pening myndin þarf að taka
04/07 kjarninn Exit