Kjarninn - 26.09.2013, Page 105
03/04 kjarninn Exit
Grískur veruleiki og atvinnu-efasemdarmenn
Gríska myndin Wasted Youth, eða Æska til spillis, fylgir
hinum 16 ára gamla Haris sem eyðir dögunum sínum í
að flækjast stefnulaust með vinum sínum á hjólabrettum
um götur Aþenu. Vassilis er miðaldra og óhamingju-
samur lögreglumaður sem þrífst illa í vinnunni og hírist
í örlítilli íbúð með fjölskyldu sinni. Þessir tveir afar ólíku
einstaklingar, sem lifa afar ólíku lífi, verða á vegi hvors
annars einn funheitan sumardag. Myndin þykir sýna
mjög raunsanna mynd af Aþenu og því kreppusamfélagi
sem þar þrífst. Wasted Youth verður sýnd í Tjarnarbíói
og í Norræna húsinu.
Greedy Lying Bastards, eða Svikulir lygamerðir upp á
ylhýrsku, er heimildarmynd þar sem leikstjórinn Craig
Rosebraugh dýfir sér í dimm skúmaskot olíuheimsins og
þeirra sem gæta hagsmuna hans. Þrátt fyrir að sannanir
um loftlagsbreytingar af mannavöldum hrannist upp
og vísindamenn séu flestir samhljóma í slíku áliti sínu
gætir enn takmarkaðs pólitísks vilja til að vinna gegn
þessum vágesti. Í myndinni er fylgst með þeim einstak-
lingum og hópum sem vinna við að breiða út efasemdir
um loftslagsvísindi og staðhæfa að gróðurhúsaáhrifin
komi hegðun manna ekkert við. Myndin verður sýnd í
Háskólabíói.
Óvenjulegt samband og Valentínusarskot
Í Betlehem er saga af óvenjulegu sambandi ísraelska
leyniþjónustumannsins Razi og palestínsks heimildar-
manns hans, Sanfur, sem er yngri bróðir hærra setts
palestínsks hermanns. Razi hefur þróað mjög náið,
næstum föðurlegt, samband við Sanfur. Sá reynir á hinn
bóginn að feta þrönga stigu milli skipana frá Razi og
tryggðar við bróður sinn. Sanfur lifir því tvöföldu lífi og
lýgur að bæði Razi og bróður sínum. Myndin, sem var
frumsýnd fyrr á þessu ári, verður sýnd í Háskólabíói.
Í heimildarmyndinni Valentine Road er sögð saga 15
ára drengs sem spurði annan hvort hann vildi vera
Smelltu til að fræðast
um Bethlehem á vef-
síðu West End Films