Kjarninn - 20.03.2014, Síða 67

Kjarninn - 20.03.2014, Síða 67
04/05 kVikmyndir Kvikmyndaáhugi Qubeka kviknaði strax í barnæsku. „Ég ólst upp horfandi á myndir eins og Apocalypse Now, The Godfather I og II, Dog Day Afternoon og Easy Rider. Myndir eftir John Huston, The Treasure of Sierra Madre til dæmis. Ótrúlegt en satt þá var Eddie Murphy einhver allra áhrifamesti kvikmyndagerðamaður fyrir blökkumenn á tíma aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku. Ég vona að ég fái ein- hvern tímann tækifæri til að segja honum hversu mikil hetja hann var fyrir börnin í fátækrahverfum Suður-Afríku.“ Myndir Murphys voru reyndar allar bannaðar í Suður- Afríku og einungis fáanlegar ólöglega á þessum árum. „Í 48 Hours er hann, svartur maður, að lemja hvítan mann. Fyrir mér var hann táknræn hetja andstöðunnar. Í Beverly Hills Cop, Trading Places og öðrum slíkum myndum með þessum háværa, framhleypna blökkumanni sem berst fyrir og eignar sér sinn eigin skika í heimi hvíta mannsins.“

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.