Kjarninn - 17.04.2014, Side 32

Kjarninn - 17.04.2014, Side 32
03/04 viðSKipti mikil tækifæri Frá því að Róbert tók við stjórnartaumunum hjá Alvogen árið 2009 hafa hlutirnir gerst hratt. Fyrsta árið voru tekjurnar 37,1 milljón Bandaríkjadala en hafa hækkað jafnt og þétt síðan; voru 55,6 milljónir dala árið 2010, 136,2 milljónir dala árið 2011, 215,9 milljónir dala árið 2012 og 373,2 milljónir dala í fyrra. Vöxturinn hefur verið mikill, bæði innri og ytri vöxtur. róbert Wessman Forstjóri Alvogen hefur stór- huga áform um uppbyggingu lyfjafyrirtækisins og vonast til þess að ná yfir 900 milljónum Bandaríkjadala í árstekjum innan þriggja ára. HátækniSetur í VatnSmýrinni – framkVæmdir HófuSt í nóVember í fyrra Hátæknisetur Alvogen verður reist við Sæmundar- götu 15-19, innan Vísindagarða Háskóla Íslands, og verður um ellefu þúsund fermetrar að stærð. Heildarfjárfesting Alvogen vegna verkefnisins er áætluð um 25 milljarðar króna, þar með talin uppbygging á aðstöðu á Íslandi fyrir um 8 milljarða króna, samkvæmt tilkynningu vegna framkvæmd- anna. Um 400 ársverk munu skapast á rúmlega tveggja ára framkvæmdatíma en auk þess er búist við að 200 ný stöðugildi muni skapast til framtíðar hjá Alvogen á Íslandi á næstu árum, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Búist er við að árlegar tekjur af starfsemi Alvogen á Íslandi verði um 65 milljarðar króna þegar fyrstu líftæknilyf félagsins fara á markað á árinu 2019 og um 200 ný framtíðarstörf verða til hjá félaginu. Margt þarf þó að ganga upp svo þetta verði að veruleika enda eru fimm ár langur tími í viðskiptum. Stefnt er að því að starfsemi Alvogen verði samofin háskólasamfélaginu í Vatnsmýri og nái þannig að styðja við og nýta sér rannsóknir og framhaldsmenntun, meðal annars á sviði lífvísinda, lyfjaþróunar, viðskiptaþróunar og verkfræði.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.