Kjarninn - 17.04.2014, Side 41

Kjarninn - 17.04.2014, Side 41
Þóra arnórsdóttir á leið í yale? Í bakherbergjum RÚV er nú pískrað um að Þóra Arnórs- dóttir, aðstoðarritstjóri Kastljóss, hafi komist inn í hinn virðulega bandaríska háskóla Yale. Hún er þá önnur RÚV-stjarnan sem hefur fengið samþykkta dvöl í stórskóla á skömmum tíma, enda stutt síðan Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann hefði komist inn í svokallað „fellowship“ við Harvard fyrir fólk með reynslu af borgarmálum. Vera hans endar þó ekki með gráðu. Gísli hefur þegar tilkynnt að hann muni taka sér ársleyfi vegna þessa. Ef Þóra fer líka í leyfi er ljóst að RÚV þarf að fylla tvö stór skópör næsta vetur. Hvalveiðar halda áfram að skaða Hb granda Það vakti töluverða athygli í síðasta mánuði þegar kanadísk-bandaríska sjávarútvegsfyrirtækið High Liner Foods tilkynnti að það ætlaði að hætta viðskiptum við HB Granda vegna hvalveiðitengsla íslenska fyrir- tækisins, en Kristján Loftsson, einn stærsti eigandi HB Granda, er eigandi Hvals hf. Í frétt á heimasíðu Inter Press Service má lesa fregnir af því að fleiri stórir erlendir aðilar hafi hoppað á þann vagn. Þannig hafa bandarísku fyrirtækin Trader Joe´s og Whole Foods Market hætt viðskiptum við Legacy Seafoods, sem flytur inn fisk frá HB Granda. Ástæðan: hvalveiðar. af nEtinU Samfélagið segir um RÚV og viðskipti kjarninn 17. apríl 2014 facebook twitter SVeinn H. guðmarSSon Nýir og spennandi tímar framundan! http:// www.ruv.is/frett/ny-framkvaemdastjorn-ruv- kynnt-i-dag miðvikudagur 16. apríl jónaS kriStjánSSon Ef Guðni kyssir bara kýrnar, er þá ekki betra að fá vana menn á borð við Finn með gjaldmælana eða bara Alfreð sjálfan. þriðjudagur 15. apríl guðný níelSen Hvers vegna velur fólk að geyma fleygt dýr í búri? Verum betri menn en þetta. miðvikudagur 16. apríl daníel trauStaSon @danieltrausta Vondur dagur fyrir Ólínu Þorvarðar #ruv miðvikudagur 16. apríl björgVin guðmundSSon @bjorgving Grein sem ég skrifaði 2005 með fyrirsögninni Græðgi er góð stendur... en ég verð hengdur fyrir síðustu málsgreinina. http://www.visir.is/ graedgi-er-god/article/2005506090351 miðvikudagur 16. apríl unnur eggertSdóttir @unnureggerts Besta vinkona mín er indversk prinsessa en þín? #hittilíkaViktor #bravopetur @Stórveldið http://instagram.com/p/myTgaYJOfh/ mánudagur 14. apríl 01/01 SamféLagið SEgir

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.