Kjarninn - 17.04.2014, Page 53

Kjarninn - 17.04.2014, Page 53
03/05 LÍfSStÍLL finna inni í egginu sem sumar hverjar eru úr hreinum sykri eða nálægt því. Án loforðs um hávísindalega úttekt er því óhætt að reikna með að meðalstórt páskaegg innihaldi um það bil 2.000 hitaeiningar. Það lætur nærri að vera hitaeiningaþörf eins dags fyrir manneskju sem er ekki tiltakanlega feit og stundar hreyfingu í meðallagi. Nú er það svo að hvert kíló af fituvef inniheldur hér um bil 8.000 hitaeiningar svo að meðalstórt páskaegg er ígildi fjórðungs úr kílói. Þetta gætu menn viljað hafa í huga áður en þeir setjast við og graðga í sig páskaegginu til viðbótar við annan munað og útafbreytni í mataræði sem telja verður líklegt að flestir leyfi sér um stórhátíðar. Nú er rétt að hafa í huga að páskaegg eru ekki sjálfsögð mannréttindi eða frumburðarréttur hvers og eins persónu- lega. Páskaegg eru heldur ekki skylda og því eru réttbornir þegnar landsins ekki skyldugir að snúa hjólum atvinnulífsins með páskaeggjaáti. Ef frjáls maður hins vegar ákveður að kaupa páskaegg og baráttan unnin Ákveða þarf hvort páskaeggið fáist í verðlaun fyrir næga hreyfingu eða hvort gangan sé til þess að afplána eggið.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.