Kjarninn - 17.04.2014, Síða 54

Kjarninn - 17.04.2014, Síða 54
04/05 LÍfSStÍLL neyta þess um páskahátíðina er hann óhjákvæmilega orðinn þátttakandi í baráttunni við páskaeggið. Nánar tiltekið þarf hann að ákveða hvort hann fær páskaeggið í verðlaun fyrir vel heppnaða og næga hreyfingu eða lúskrast sakbitinn út að ganga í einhvers konar afplánun eftir að hafa rifið í sig heilt páskaegg í stjórnlausri neysluvímu og sykuræði. áhrifaríkar aðferðir til að sigra páskaeggið Hér að framan er gefin sú forsenda að frjáls maður kaupi páskaegg en það er auðvitað blekking. Auglýsingar virka alveg prýðilega og þegar hefðir og þrýstingur frá sam- félaginu bætast við er auðvitað algerlega von- laust að komast undan því að kaupa páskaegg. Við kaupum öll páskaegg. Að þessu sögðu er ljóst að páskarnir eru fyrir allri alþýðu manna dæmdir til þess að verða barátta við páskaeggið þar sem sigur páskaeggsins virðist vera ljós fyrir fram. En það er ekki svo. Örvæntið eigi. Til eru aðferðir til þess að fara með sigur af hólmi í baráttunni við páskaeggið og hér skal bent á nokkrar þeirra. Sá sem kemur heim eftir vel heppnaða gönguferð eða fjallgöngu og sest síðan niður með göngufélögum sínum eða fjölskyldu og fær sér gómsætt páskaegg að launum upplifir atvikið eins og afhendingu verðlauna. Og þótt ekki viðri vel til fjallgangna er það engin afsökun fyrir því að láta fallast bugaður á sverð páskaeggsins. Vel má girða sig í brók, klæða sig vel og baksa fáeinar klukkustundir gegn hríð og stormum á láglendi og setjast svo sigri hrósandi að áti páskaeggs þegar heim er komið. Lítum aðeins á ýmsa kosti sem dæmigerður páskaeggja- eigandi á þegar kemur að því að vinna sér inn eitt stykki páskaegg eða hluta þess. Sá sem dvelur í sumarbústað í Grímsnesi eða nágrenni, svo dæmi sé tekið, getur valið sér nokkur býsna áhugaverð

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.