Kjarninn - 22.05.2014, Side 84

Kjarninn - 22.05.2014, Side 84
04/05 pisTill rólegheitakjörtímabil Mér heyrist þessar tillögur reyndar ekki fá mikla athygli og sama má segja um með sveitarstjórnarkosningarnar heilt yfir. Þetta kjörtímabil í sveitarstjórnum landsins hefur verið frekar rólegt og farið í að rækta garðinn og hugsa inn á við – massa niður skuldir, forðast stór útgjöld og þar með stórar ákvarðanir. Víða hefur verið unnið eftir lögmálunum um að engar fréttir séu góðar fréttir. Og þetta er auðvitað ágætt ef þú ert sveitarstjórnarmaður, enda má nýta vinnufriðinn til að heimsækja elliheimili, knúsa leikskólabörn og tína rusl. Þetta hefur bara mælst ágætlega fyrir og almennt eru framá- menn í sveitarfélögum ekki að skrá sig á vinnumiðlanir þessa dagana. Og hvað sem öllu Jóns Gnarr- og Besta flokksævintýrinu líður í Reykjavík hefur þessi rólegheitagangur einkennt borgina líka. Það er erfitt að finna dæmi um breytingar eða ákvarðanir sem þessi meirihluti tók og standa einhvern veginn upp úr, annað en að Reykvíkingar fíluðu það bara vel að hafa grínista og listamann sem borgarstjóra. Skuldir Orkuveitunnar voru vissulega endurskipulagðar og það var vel. Nokkrar götur hafa verið endurhannaðar í borginni og litu ótrúlega spennandi út í tölvuforritinu sem býr til afstöðu- myndir af brosandi fólki í sól að spjalla saman og drekka kaffi (af hverju sýna svona tölvumyndir aldrei rigningu og slyddu og fólk að bölva?). Fólkið á Hofsvallagötunni var alla- vega ekki jafnánægt og tölvuforritið hafði spáð fyrir um. Aðalskipulag var samþykkt en þrátt fyrir allt talið um þéttingu byggðar og hugmyndirnar um að byggja upp fyrir- heitna landið í Vatnsmýrinni virtust oddvitar borgarstjórnar taka því fegins hendi þegar þeim bauðst að slá því á frest í lítil sex ár að færa flugvöllinn á meðan málið yrði skoðað í nefnd. Kannski var það skynsamlegt í samhengi hlutanna en það er samt ansi langur tími verandi með samþykkt aðalskipulag. Og á meðan flugvöllurinn er á sínum stað er þétting byggðar alltaf takmörkunum háð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.