Kjarninn - 22.05.2014, Side 98

Kjarninn - 22.05.2014, Side 98
06/06 kÍna róttækir stúdentar eins og Chai Ling, Wuer Kaixi og Wang Dan höfðu sitt fram. Um 300 stúdentar hófu hungurverkfall á Torgi hins himneska friðar 13. maí. Fjöldinn margfaldaðist á mjög skömmum tíma. Gríðarleg mergð fólks safnast saman á Torginu til að styðja við bakið á þeim. Tveimur dögum síðar kom leiðtogi Sovétríkjanna, Mikhaíl Gorbatsjov, í opinbera heimsókn til Peking. Stúdentar höfðu stílað aðgerðir sínar inn á komu Sovétleiðtogans til að setja aukinn þrýsting á stjórnvöld. Þeir vissu að von væri á heimspressunni til að gera sögulegum sættum kommúnista- risanna tveggja skil. Þegar svona var komið virðist sem Deng Xiaoping hafi misst þolinmæðina gagnvart sáttaumleitunum Zhao Ziyang og tekið að styðja sjónarmið Li Peng um að setja á herlög í Peking og rýma Torgið. Ég var niðri í bæ aðfaranótt 3. júní. Venjulega var ég bara á ferð þarna yfir daginn en eitthvað hélt mér föngnum alla nóttina að þessu sinni. Tíu metra hárri styttu af Gyðju lýðræðis hafði verið komið fyrir gegnt myndinni af Maó framan við Forboðnu borgina. Undir henni var verið að leggja drög að stofnun lýðræðisháskóla. Á sama tíma var herinn greinilega að þrýsta sér nær og nær. Dátar gengu eða skokkuðu fylktu liði allt um kring. Stúdentar gerðu upptæka rifla og byssustingi sem þeir komust yfir og höfðu til marks um hvers væri að vænta af stjórnvöldum. Menntamenn með prófessor Liu Xiaobo (friðarverðlauna- hafa Nóbels 2010) og poppsöngvarann Hou Dejian í broddi fylkingar komu í heimsókn á Torgið til að leiðbeina ung- mennunum í þeirri stöðu sem þau voru komin í. Þetta var síðasta nóttin fyrir árásina. Seinni grein Stefáns um lýðræðishreyfinguna í Kína og og uppgang hennar mun birtast í Kjarnanum eftir viku.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.