Búskapur hins opinbera 1995-1996 - 01.11.1997, Page 41

Búskapur hins opinbera 1995-1996 - 01.11.1997, Page 41
menntunar í þjóðfélagi framtíðarinnar þar sem tæknin mun gerbreyta innviðum þess. Sumar þeirra hafa jafnvel nú þegar tekið stór skref í þessa átt. Miklar líkur eru því á að vissir meginþættir í menntastefnu þjóða þróist í svipaða átt. Alþjóðavæðingin, alþjóðlegur samanburður og svipaðar velferðarkröfur neytenda ólíkra landa kalla á slíka þróun. Þjóðir munu vinna markvisst að því að styrkja lýðræðislega innviði samfélaga sinna og sömuleiðis að því að námsframboðið taki í ríkara mæli en áður mið af námseftirspurn þegnanna og atvinnulífsins. Menntastefnan mun því leitast við að þróa menntakerfi og stuðningsstofnanir sem fullnægi þessum þáttum sem best, að styrkja lýðræðislega innviði og hlusta eftir þeim hvötum sem ráða á fræðslumarkaðnum. Frelsi fræðslustofnana mun því að líkindum aukast og sömuleiðis valfrelsi nemenda. Frá hagfræðilegu sjónarhorni þýðir þetta að samþætt kerfi séu frekar á undanhaldi en að þvinguð samningskerfi og jafnvel þvinguð beingreiðslukerfi með einhverri greiðsluþátttöku neytenda sjálfra sæki á. Þá má búast við að stuðningsstofnanir tengist markaðnum í auknum mæli. Þessi þróun felur í sér að tilskipunarstjórnun víkur íyrir markaðsstjómun. Segja má að meðal þjóða sé að verða til ákveðin verkaskipting milli opinbera geirans og einkageirans. Þannig ábyrgist hið opinbera að einhverju leyti Qármögnun fræðsluþjónustunnar en þó með vissri greiðsluþátttöku nemenda. Einnig tryggir það viðunandi jöfnuð og góðan aðgang að þjónustunni, setur reglur um starfsemi fræðslumarkaðarins og tryggir að nauðsynlegar upplýsingar um menntamál almennt séu tiltækar. Markaðurinn eða einkageirinn ber hins vegar ábyrgð á og sinnir öðrum þáttum eins og dreifmgu fjármagns og framboði á fræðsluþjónustunni. 8.6 Menntamál: Alþjóðasamanburður33 Útgjöld flestra OECD ríkja til fræðslustofnana34 voru á bilinu 5 til 7% af landsfram- leiðslu árið 1993 (sjá mynd 8.8 og töflu 9.1). Meðaltalsútgjöldin voru 6,1% af lands- framleiðslu. Hér á landi voru útgjöldin lítið eitt hærri eða 6,2% og eru útgjöld vegna leikskóla þá talin með. Annars staðar á Norðurlöndum mældist samsvarandi hlutfall 7,3%. Séu einungis útgjöld hins opinbera til þessarar stofnana talin kemur í Ijós að meðal- talsútgjöld OECD ríkja voru um 5% af landsframleiðslu, annarra Norðurlanda 7,1% og íslands 5,1%. Þá er ljóst að innan OECD ríkjanna er þátttaka heimilanna í fjár- mögnun stofnana afar mismunandi. í Bandaríkjunum mældist hún til dæmis 1,7% af landsframleiðslu en aftur á móti óveruleg í Finnlandi. Heildarútgjöld til grunn- og framhaldsskólastigs voru 4,2% af landsframleiðslu hér á landi árið 1993 (sjá mynd 8.10). Meðaltal OECD ríkjanna var 3,9% og hlutfall annarra Norðurlanda 4,6%. Opinber fjármögnun er mun víðtækari á þessu skólastigi meðal OECD ríkja heldur en á háskóla- eða leikskólastigi, en árið 1993 mældist opinber ljármögnun þeirra 3,5% af landsframleiðslu að meðaltali. Norðurlöndin 33 Stuðst er við ritið Education at a Glance, OECD Indicators, sem gefíð var út á árinu 1996. 34 Hér eru einungis borin saman útgjöld til fræðslustofnana. Útgjöld til framfærslu nemenda o.fl. eru þá ekki talin hér með. 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Búskapur hins opinbera 1995-1996

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búskapur hins opinbera 1995-1996
https://timarit.is/publication/1009

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.