Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 15

Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 15
Nýtt S. O. S. 15 „Hve mörg skot eigum við?“ spurði fréttamaðurinn. „Tíu.“ „Er það nóg?“ „Ég vona það.“ „Nú, byrjum þá!“ Anton Rammes hleypti af. Græn rakett- an sveif í stórum boga upp í loftið. Hún var skínandi björt, sveit ltljóðlaus og hvarf brátt í geiminn. „Við skjótum einni á fimm mínútna fresti," sagði liann. Gert hneigði höfuð sitt til samþykkis. Hann studdist við flakið og horfði á eftir rakettunum er þær þutu upp í loftið, hægðu svo á sér og hurfu loks snögglega. Þá er öllum rakettunum tíu hafði verið skotið, þrömmuðu Jreir félagar aftur til snjóhússins. „Ætli nokkur hafi séð raketturnar?" spurði fréttamaðurinn er Jreir voru seztir inn í kofann. „Hvort sem svo hefur verið eða ekki,“ svaraði Anton Rammes, „þú verður hafin leit að okkur, Jrví J)að var ákveðið, að við kæmum aftur í kvöld.“ „Hvernig heldur þú, að leitinni verði hagað?" „Það verður tilkynnt í öllu Alpasvæð- inu, að okkar sé saknað. Svo fara vafalaust flugvélar að leita okkar í Ölpunum.“ „Er ekki heldur óvíst um árangur af leit á svo stóru svæði." „Víst má það kallast, en með flugvélum ætti jiað nú ekki að taka mjög langan tíma. Annað er það, að af vindáttinni má ráða, í hvaða stefnu okkar er að leita, svo segja má, að útlitið sé alls ekki slæmt.“ „Við skulum vona Jaað,“ sagði Gert, „ég hef satt að segja litla löngun til að hírast hérna dögum sarnan." Sól var komin hátt á loft, er Anton Rannnes vaknaði næsta morgun. Hann leit á klukkuna. „Klukkan er hálf tíu,“ hrópaði hann upp. „Við verðum að fara út strax!“ Grundler fréttamaður hraut. Anton Rannnes Inisti liann til. Það varð hlé á hrotunum, uml, og hrot- ið áfram. Gert fálmaði kring um sig, svelgdist á og hóstaði. „Gert!“ kallaði Anton Rammes, „vakn- aðu!“ „Fréttamaðurinn opnaði augun með erfiðismunum. „Hvers vegna?“ muldraði hann syfju- lega. Þá þekkti hann vin sinn í hálfdimm- um snjókofanum og vaknaði til fulls. „Hef ég sofið!“ mælti hann, „eins og rotaður selur!“ „Klukkan er hálf tíu," sagði Anton Rammes. „Nú — og?“ „\Hð verðum að hafast eitthvað að.“ „Satt segir þú.“ Fréttamaðurinn settist upp og geispaði. „Hvað hefur þú hugsað þér að gera?“ „Fyrst af öllu verðum við að ganga úr skugga um, hvar við erum staddir. Kann- ske getum við fundið einhverja leið niður. Einhvers staðar hljóta Jró menn að búa." Þeir skriðu út úr snjókofanum. Snjó- birtan blindaði Jrá í fyrstu. Morgunsólin geislaði frá heitum, bláum vorhimni. Snjórinn glitraði. „Þetta er eins og við séum komnir í sumarfrí." „Það hefur hlýnað að mun,“ mælti Anton Rammes. „Vindurinn er orðinn miklu hlýrri." „Já, ég finn Jwð í höfðinu og taugun- um,“ svaraði Gert, „skrítin tilfinning."

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.