Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 12

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 12
00 Þ J O Ð I N opinbera, kemur framangrein ivilnun eigi til 'greina, sbr. lög nr. 9, G. jan. 1938." 1 þessum ákvæðum felast aðal- lega þrjár heimildir: 1. Heimild til þess að draga skuld- ir, sem safnast hafa síðan 1931 frá skattskyldum tekjum. 2. Heimild til þess að draga 90% af því, sem lagt er í varasjóð frá skattskyldum tekjum. 3. Heimild til þess að undanþiggja útgerðarfyrirtæki almennt út- svari, og fyrir botnvörpuskipa- eigendur sérstaklega að þurfa ekki að greiða hærra útsvar en 1938, ef hin almenna heimild er ekki notuð. Um fyrstu heimildina má segja, að hún sé eins konar óeiginleg kreppuhjálp. önnur heimildin mið- ar að því að tryggja rekstur útgerð- arinna. Sé mn skuldtaus útgerðarfgrir- tseki að ræða og fé, sem ekki er lagt í varasjóð, er ekki am neina skattaivilnun að ræða. Þetta er „skattfrelsið". Um þriðju heimildina má getn þcss sérstaklega, þar sem það virð- ist sumstaðar hafa valdið misskiln- ingi varðandi útgerðina í Reykjavík og Hafnarfirði, að á fyrri staðnum var heimildin ekki notuð i ár og útsvörum jafnað uiður á útgerðiua, cn á siðari staðnum ekki. Þar af leiðir síðara samkomulag, sem orð- ið hefir, milli útgerðarmanna í Hafnarfirði og bæjarstjórnar þar, að þeir greiddu af frjálsum vilja ákveðna upphæð til bæjarins. II. Orsakir. Því er nú lokið að greina inni- hald laganna um hið svokallaða „skattfrelsi". Þykir þá rétt að víkja nokkuð að orsökum þess, að Alþingi skyldi þykja ástæða til 1938 að veita út- gerðinni umgetnar ívilnanir með tilliti til skattgreiðslu. Þær eru í fáum orðum sagt gíf- urlegur taprekstur útgerðarinnar mörg undanfarandi ár og yfirvof- andi hrun. Rannsókn á hag togara- útgerðarinnar, sem framkvæmd var af þingnefnd milli þinga '38 og '39 staðfesti þetta fullkomlega og komst að þeirri niðurstöðu, að skuldir tog- araútgerðarinnar umfram - eignir næmu miklum fjárhæðum. Var al- mennt augljós þjóðarnauðsyn þess. að útgerðin gæti aftur rétt sig við og gengið arðvænlega. Á undangengnum árum hafði ver- ið samþ. löggjöf um fjárframlög til kreppuhjál])ar fyrir bændur, vél- báta- og línuskipaútgerð, bæjar- og sveitarsjóði, alls um 15 milljónir króna. Hins vegar hafði togaraút- gerðin ein stöðugt verið svipt öllu tilkalli til kreppuhjálpar. Að vísu höfðu þær ráðstafanir verið gerðar að létta af tolli á salti, kolum og olíu árið 1938, en engu að síður þurfti víst ekki að telja neina of- rausn, eins og á stóð, að gefa úl- gerðinni von í minni skattþunga, ef batnaði i ári. En hverjar voru þá orsakir hinn- ar lélegu efnahagsafkomu útgerðar- innar? Má með sanni segja, að í raun og veru skipti mestu máli að

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.