Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 24

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 24
78 Þ J Ó Ð I N Varðveislustefnan. Þjóðfélagsgagnrýnin - framfarirnar - jöfnuðurinn. Eftir fil. dr. Leon Ljunglund. Grein sú, er hér fer á eftir, birtist í norska blaðinu „Aftenposten" 8. janúar 1937, undir aðalfyrirsögninni: „Konser- vativismen". Við stofnun íhaldsflokksins hér á landi árið 1924, komust orðin „ihald" og „íhalds- slefna" inn í vitund almennings sem þýtS- ing eða tilsvarandi heiti og „konservativ" og „konservativisme" i Norðurálfumálun- um. Lœtur þó hvergi nærri, að orðið „íhald" út af fyrir sig gefi réttilega til kynna það, sem felst í hugtakinu „kon- servativisme". Jón Þorláksson vikur að þessu í hinni áfbragðs snjöllu og rökþrungriu grein sinni: „Ihaldsstefnan", sem birtist í Eim- reiðinni 1926. Segist honum þar svo m. a.: „Nöfnin íhald og íhaldsstefna eru al- mennt látin tákna þá lífsskoðun og lands- málastefnu, sem nefnd er „konservativ" á hinum Norðurlandamáhmum flestum, og er það orð runnið úr latínu. „Kon- servativ" þýðir eiginlega varðveitandi eða hneigður til varðveizlu, og er íslenzka orðið því fremur ófullkomin þýðing hins útlenda heitis. íslenzka heitið minnir helzt á nokkurs konar togstreitu gegn tilhneig- ingum til gönuhlaupa og bendir til fast- heldni á eitthvað það, sem er í þann veg- inn að missast. Hvorttveggja þetta eru að vísu mikilvægir þættir í sérhverri við- leitni til varðveizlu andlegra eða verald- legra verðmæta, en hvorutveggja má líka beita til annarar viðleitni en varðveizl- unnar, og einmitt þess vegna er íhalds- heitið ekki nægilega skýr og ótviræð tákn- un hinar konservativu stefnu, varðveizlu- stefnunnar." En með nafnvalinu telur Jón Þorláksson, að flokkurinn hafi raunveru- lega viljað lýsa því yfir, „að hann teldi rétt að leggja meiri rækt við varðveizlu þeirra verðmæta, sem fyrir eru i þjóð- lífi voru, en hinir sljórninálaflokkarnir liöfðu gert". í eftirfarandi þýðingu verður orðið varðveizla notað í þeim samböndum, þar sem um er aðræðaþýðingu á orðinu „kon- servativ". Varðveizla er fallegt orð og táknar yfirleitt einhvers konar verndun verðmæta. — Jóhann Hafstein. Allt þjóðfélagslíf endurspeglar á- tök milli tveggja grundvallarafla — þeirra, sem vilja varðveita ríkjandi þjóðskipulag, og hinna, sem. vilja umbreyta því að einhverju eða öllu leyti. Þá, sem aðallega aðliyllast fýrri tegund þessara afla, má kalla varð- veizlusinna, en umrótsmennirnir geta haft hin ólíkustu áform og þess vegna verið margskiptir sín á milli. Menn hafa smátt og smátt séð, að hæði þessi öfl -- varðveizlu og um- róts — eru nauðsynleg og ómissandi. Varðveizlusinnar hafa ekki sízt við- urkennl þessa staðreynd, þar sem þeir sjá, þrátt fyrir sannfæringu sína um það, að þjóðfélagið þarfnast eðlilegs ástands jafnvægis og kyrrð- ar, að það getur verið hættulegt og skaðlegt, að leggjast um of á móti kröfum lífsins um breytileik, og jafn- framt gagnleg sú eðlilega þjóðfélags- gagnrýni, sem, bendir á bresti hins rikjandi skipulags og leggur fram jákvæðar tillögur til umbóta. Það kemur æ belur i ljós, að það. sem skilur varðveizlusinnana frá

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.