Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 9

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 9
1> J Ó Ð I N 03 bugast, tekur hverri alvinnu, sem býðst, og fær loks bókarastörf á skrifstofu, kr. 233,33 á mánuði i byrjunarlaun. Þá hefur' Alþingi sennilega óttast að Pétur spilltist af Jióglífi, tók af honum stj'rkinn, og liefir ekkert spurzt til hans síð- an. Ég ætla ekki að eyða fleiri orðum um þetta gremjulega atliæfi, en að- eins spyrja: Er þjóðinni það sæm- andi, að svelta þau fáu óskabörn, sem hún á? Ber hún ekki nógu marga þesskonar smánarbletti frá fyrri tímum, þó ekki sé bætt fleirum við? Vonandi verða þessi síðustu tima- mót í lífi Péturs .Tónssonar til þess að vekja okkur til meðvitundar um, að í honum eigum við lind reynslu og þekkingar, sem við höfum ekki efni á að láta sitja lengur á skrif- stofu, heldur á hann að slarfa í þágu sönglistarinnar og færa okkur eina skrefi nær því marki, að eignast þjóðleikhús og óperu, og þar með komast í tölu þeirra þjóða, sem telja sönglisl og leiklist sitt æðsta aðals- og menningartákn. Meðan við bælum niður okkar bezlu og menntuðustu menn á sviði listanna, og lærum ekki að nota þekkingu þeirra, — en látum alls- konar fúsk og ómenningu sitja þar í fyrirrúmi, — komumst við aldrei úr okkar andlegu kreppu. Aðeins þeir menn eru færir um. að taka að sér hið vandasama hlui- verk söngkennarans, sem sjálfir hafa gengið í gegn um bina miklu hreins- unarelda söngnámsins, aflað sér við- tækrar þekkingar og reynslu, og átt samleið hinna beztu manna í þeirri list. Allt þetta hefur Pétur Jónsson gert. Ég minnisl þess, að mikill ævin- týraljómi stóð um nafn Péturs Jóns- sonar, og margar sögur gengu um sigra hans í Þýzkalandi. Og vist er um það, að marga stóra sigra vann hann og ástsæll var hann með af- brigðum. Allt, sem, skrifað hefur verið um Pétur víðsvegar um Þýzka- land, bendir ótvirætt til þess. Lauritz Melchior, sem nú er söngv- ari við Metropolitan-óperuna í New York, kom til Bremen meðan Pétur var fyrsti kraftur við óperuna þar. Hann söng þar Lohengrin. Dómar blaðanna voru allir á einn veg: Söng- ur og framkoma Melchiors var glæsileg mjög og lofsamleg, en hins- vegar ástæðulaust að kalla lfanii' bingað, því að „Pétur okkar" skarar fram úr honum bæði sönglega og dramatískt. Árið 1922 skeður það, að sendi- maður frá Metropolitan-óperunni kemur til Þýzkalands. Átti hann að ráða Wagners-tenór til óperunnar og bafði þá fyrst og fremst auga- stað á Pétri. Heimþráin hafði þá seitt Pétur heim til íslands í sumarfríinu. Þang- að treysti hinn ameríski sendimaður sér ekki að leita.hans, cn ráðningiu mátti ekki dragast. Lauritz Melchior varð fyrir valinu. Pétur hefur ekki gi'ætt á því enn sem, komið er, að vera ættjörð sinni trúr. Það var bjart um Pélur Jónsson,' þegar hann kvaddi Kiel, eftir 4 ára

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.