Sagnir - 01.04.1984, Side 4
Ýtt úr vör
Upphaf, aðdragandi og orsakir eru ær og kýr sagnfræð-
inga. Aðdragandi að Sögnum 5 er allólíkur því sem verið
hefur.
Áhugi á sögulegum efnum er mikill og almennur hér-
lendis en oft hafa gagmnerkar bækur háskólainenntaðra
sagnfræðinga hlotið litla náð fyrir augum almennings.
Svo eru aðrar eftir „góða penna“ sem almenningur les af
áfergju. Við þykjumst vita að áhugamenn um sögu hlífi
sér við lestri sumra sagnfræðibóka af því að þær séu óað-
gengilegar, sem merkir þurrar, stirðlega samdar, smá-
smugulegar, beinlínis leiðinlegar að lesa þær. Af þessum
sökum getur áhugafólk farið á mis við merkar nýjungar
í fræðunum.
Síðastliðinn vetur kom fram sú hugmynd að halda
sérstakt námskeið á BA stigi í sagnfræði þar sem nem-
endur yrðu þjálfaðir í að semja læsilcgan texta án þess að
slaka á fræðilegum kröfum. Jafnframt var ákveðið að á
námskeiðinu yrðu kennd almenn vinnubrögð við útgáfu
bóka og tímarita. Þótti tilvalið að sameina þetta náin-
skeið útgáfu 5. árgangs Sagna. Helgi Þorláksson sagn-
fræðingur tók að sér leiðsögn.
Strax í upphafi var ákveðið að fylgja þeirri stefnu sem
mörkuð hefur verið í Sögnum að meirihluti efnisins
tengdist ákveðnu þema. Fyrir valinu varð í þetta sinn
Reykjavík og hafið. Auk grcina tengdu því eru í blaðinu
nokkrar um önnur efni.
Greinarnar sem tengjast þcmanu hafa hlotið eldskírn,
verið rýndar, umsteyptar og endursmíðaðar. Reynt
hefur verið að hafa að leiðarljósi kröfu um alþýðlega en
þó fræðilega framsetningu. í þessu efni höfum við ma.
haft hliðsjón af ritstjórnarstefnu Skalks hins danska og
hins enska History Today. Útliti blaðsins hefur nú verið
gerbreytt og hugmyndir og fyririnyndir verið sóttar í
ýmsar áttir.
Við vonum að Sagnir hinar nýju eigi framtíð fyrir sér.
Þcssi unnu að blaðinu:
Agncs Siggcrður Arnórsdóttir, Árni Zophaníasson, Auður G. Magnúsdóttir, Bjarni Guðmarsson,
Eggcrt Þór Bcrnharðsson, Eiríkur K. Björnsson, Gcrður Róbcrtsdóttir, Halldór Bjarnason, Hclgi
Kristjánsson, Hclgi Þorláksson, Hrafn Ingvar Gunnarsson, Hrcfna Róbcrtsdóttir, Kristín Bjarna-
dóttir, Páll Björnsson, Páll Einarsson, Ragnhciður Móscsdóttir, Ríkharður Friðriksson, Sigurgcir
Porgrímsson, Sumarliði íslcifsson ábm., Valdimar Unnar Valdimarsson. j
------------:—T-------------------1 ANnrO^'AS'Af~N---------------!---------------------
375098