Sagnir - 01.04.1984, Side 10
HYSKIÐ í ÞURRABÚÐUM
Tcmithús í Reykjavík á fyrri hluta 19.
aldar. Talið vera Höll við Vesturgötu,
setn var eitt argasta kotið í beenum, eða
Dúkskot við Garðastrœti.
Tómthúsmenn fyrr og nú
Enn eru í gildi lög um tómthús-
menn sem sett voru árið 1907.
Samkvæmt þeim nrátti enginn
setjast að sem tómthúsmaður í
kaupstöðum eða kauptúnum
landsins nema að tilkynna það til
lögreglu eða hreppstjóra fjórum
vikurn áður. Slíkt leyfi fékk um-
sækjandi því aðeins að hann væri
orðinn 25 ára og ætti öruggt að-
setur á viðkomandi stað.
Lögin um tómthúsmcnn eru
löngu úrelt enda nrargt breytt
síðan þau voru sett. Ef farið væri
eftir þeim myndi stór hluti þjóð-
arinnar teljast til tómthúsmanna.
Hvaða menn voru þetta?
Fram til 1800 voru þeir oftast
nefndir þurrabúðar- eða búðsetu-
menn og var þá helst að finna í
verstöðvum eða í grennd við
sjávarsíðuna. Atvinna þeirra var
einkum fiskveiðar á opnum bát-
um. Fólk þetta stundaði lítt eða
ekki búskap, enda hafði það
sjaldan aðgang að landi til ræktun-
ar. Flestir aðrir sjálfráða íbúar
landsins áttu ær og kýr - jafnt
fátækir hjáleigubændur sem em-
bættismenn. Tómthúsmenn urðu
aldrei margir fyrir tíma þcttbýlis,
enda voru bændur þeim lítt vin-
vcittir. Líklcga hefur oft verið
þröngt í búi þurrabúðarfjölskyld-
unnar þegar ekki fékkst fiskur úr
sjó.
í Reykjavík voru þeir kallaðir
tómthúsmenn sem ekki töldust til
fiokks borgara, en þeir voru em-
bættis- og menntamenn, iðnaðar-
og kaupmenn. Staða tómthús-
manna í Reykjavík var að mörgu
leyti önnur en búðsetumanna
fyrri alda. Þcir sóttu reyndar sjó-
inn á opnum bátum, en höfðu
jafnframt von um einhverja vinnu
hjá kaupmönnum og bænum og
á sumrin gátu þeir brugðið sér
upp í sveit í kaupavinnu. Sameig-
inlegt einkenni tóinthúsmanna í
Reykjavík var þó að þeir höfðu
yfirlcitt ekki fasta atvinnu. Flestir
höfðu kálgarða, en fáir búskap.
Lcngi framan af nítjándu öldinni
var landvinna í bænum af skorn-
um skammti. Ef illa fiskaðist gat
hungrið sorfið að tómthúsfólk-
inu. Þá var helst til bjargar að fá
lánað hjá kaupmanninum upp á
væntanlegan fiskafla og ef fiskur-
inn gekk ekki á rniðin var styrkur
eða ölmusa úr fátækrasjóðnum
eina vonin. Rétt er að gcta þess að
cfnahagur tómthúsmanna í
Reykjavík var mjög mismunandi,
þeir sem áttu skepnur og báta
voru bctur á vegi staddir en hinir
sem eingöngu þurftu að trcysta á
að fá vinnu hjá öðrum.
í lok nítjándu aldar urðu breyt-
ingar á atvinnuháttum til sjávar
og sveita. í bæjum jókst þörfin
fyrir laust vinnuafl og nýjar at-
vinnustéttir urðu til. Þegar tómt-
húsmönnum í Reykjavík tók að
íjölga fyrr á öldinni, töldu margir
að vá væri fyrir dyrum. Til að
bægja henni frá voru sett lög og
reglugerðir sem ekki dugðu þó til
að stöðva flutninginn á „mölina“.
Vegna breyttra atvinnuhátta
finnast tómthúsmenn nú ekki
lengur á íslandi og því eru gild—
andi lög um þá dauður bókstafur.
Einmitt þess vegna langar nrig að
reyna að leiða þig, lesandi góður,
inn í heim nítjándu aldar og leyfa
þér að heyra hvað sagt var um
hina vaxandi stétt tómthús-
manna. Þeir voru nefnilega for-
verar verkamanna og sjómanna
8 SAGNIR