Sagnir - 01.04.1984, Page 10

Sagnir - 01.04.1984, Page 10
HYSKIÐ í ÞURRABÚÐUM Tcmithús í Reykjavík á fyrri hluta 19. aldar. Talið vera Höll við Vesturgötu, setn var eitt argasta kotið í beenum, eða Dúkskot við Garðastrœti. Tómthúsmenn fyrr og nú Enn eru í gildi lög um tómthús- menn sem sett voru árið 1907. Samkvæmt þeim nrátti enginn setjast að sem tómthúsmaður í kaupstöðum eða kauptúnum landsins nema að tilkynna það til lögreglu eða hreppstjóra fjórum vikurn áður. Slíkt leyfi fékk um- sækjandi því aðeins að hann væri orðinn 25 ára og ætti öruggt að- setur á viðkomandi stað. Lögin um tómthúsmcnn eru löngu úrelt enda nrargt breytt síðan þau voru sett. Ef farið væri eftir þeim myndi stór hluti þjóð- arinnar teljast til tómthúsmanna. Hvaða menn voru þetta? Fram til 1800 voru þeir oftast nefndir þurrabúðar- eða búðsetu- menn og var þá helst að finna í verstöðvum eða í grennd við sjávarsíðuna. Atvinna þeirra var einkum fiskveiðar á opnum bát- um. Fólk þetta stundaði lítt eða ekki búskap, enda hafði það sjaldan aðgang að landi til ræktun- ar. Flestir aðrir sjálfráða íbúar landsins áttu ær og kýr - jafnt fátækir hjáleigubændur sem em- bættismenn. Tómthúsmenn urðu aldrei margir fyrir tíma þcttbýlis, enda voru bændur þeim lítt vin- vcittir. Líklcga hefur oft verið þröngt í búi þurrabúðarfjölskyld- unnar þegar ekki fékkst fiskur úr sjó. í Reykjavík voru þeir kallaðir tómthúsmenn sem ekki töldust til fiokks borgara, en þeir voru em- bættis- og menntamenn, iðnaðar- og kaupmenn. Staða tómthús- manna í Reykjavík var að mörgu leyti önnur en búðsetumanna fyrri alda. Þcir sóttu reyndar sjó- inn á opnum bátum, en höfðu jafnframt von um einhverja vinnu hjá kaupmönnum og bænum og á sumrin gátu þeir brugðið sér upp í sveit í kaupavinnu. Sameig- inlegt einkenni tóinthúsmanna í Reykjavík var þó að þeir höfðu yfirlcitt ekki fasta atvinnu. Flestir höfðu kálgarða, en fáir búskap. Lcngi framan af nítjándu öldinni var landvinna í bænum af skorn- um skammti. Ef illa fiskaðist gat hungrið sorfið að tómthúsfólk- inu. Þá var helst til bjargar að fá lánað hjá kaupmanninum upp á væntanlegan fiskafla og ef fiskur- inn gekk ekki á rniðin var styrkur eða ölmusa úr fátækrasjóðnum eina vonin. Rétt er að gcta þess að cfnahagur tómthúsmanna í Reykjavík var mjög mismunandi, þeir sem áttu skepnur og báta voru bctur á vegi staddir en hinir sem eingöngu þurftu að trcysta á að fá vinnu hjá öðrum. í lok nítjándu aldar urðu breyt- ingar á atvinnuháttum til sjávar og sveita. í bæjum jókst þörfin fyrir laust vinnuafl og nýjar at- vinnustéttir urðu til. Þegar tómt- húsmönnum í Reykjavík tók að íjölga fyrr á öldinni, töldu margir að vá væri fyrir dyrum. Til að bægja henni frá voru sett lög og reglugerðir sem ekki dugðu þó til að stöðva flutninginn á „mölina“. Vegna breyttra atvinnuhátta finnast tómthúsmenn nú ekki lengur á íslandi og því eru gild— andi lög um þá dauður bókstafur. Einmitt þess vegna langar nrig að reyna að leiða þig, lesandi góður, inn í heim nítjándu aldar og leyfa þér að heyra hvað sagt var um hina vaxandi stétt tómthús- manna. Þeir voru nefnilega for- verar verkamanna og sjómanna 8 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.