Sagnir - 01.04.1984, Page 11
HYSKIÐ í ÞURRABÚÐUM
okkar tíma. Rökin gegn þeirn
voru einkum: Þeir drógu vinnuafl
frá bændum, voru latir munaðar-
seggir og fátækt þeirra stóð
öðrum landsmönnum fyrir þrif-
um.
„Frá óhreinni keldu
rennur óhreint vatn“
Þetta sagði einn skeleggasti bar-
áttumaður gegn þurrabúðarlífi, í
lok átjándu aldar, Ólafur Stefáns-
son stiftamtmaður. f Riti Þess koti-
unglega íslenska lœrdómslistafélags,
árið 1787, birtist grein eftir hann,
þar sem hann fer ófáum orðum
unr tómthúsmenn. Hann heldur
því fram að þeir sveitabændur
sem setjist að í þurrabúðum við
sjó séu oftast þeir „ómennsku-
fyllstu og þunglífustu“ og þar ríki
örbirgð, hungur og klæðaleysi.
Hann segir ungbarnadauða mik-
inn við sjávarsíðuna og þau fáu
börn sem komist á legg alist upp
við iðjuleysi, sjálfræði, illkvittni,
drykkjuskap, vondan munnsöfn-
uð og marga óhlutvendni. Á full-
orðinsárum verði þau síðan „laus-
gangarar og letingjar, landinu til
hinnar mestu byrði... frá óhreinni
keldu rennur óhreint vatn“. Til
sveita séu börnin aftur á móti alin
upp við gagnlegt erfiði „og þar
eru þau frí fyrir vondum solli,
gárunga- og letingjasamfélagi".
Á naeðan jarðir séu lausar eigi
graslaust þurrabúðarlíf ekki að
líðast, segir Ólafur, vinnumenn
eða húsmenn bænda geti veitt í
soðið.
Hafa ber í huga að varla er til
bæjarsamfélag á íslandi, þegar
Ólafur skrifar þetta, árið 1787.
Árið áður höfðu verið stofnaðir
með lögum sex kaupstaðir í land-
mu, en Reykjavík ein bar það nafn
með réttu og þó voru íbúar þar
ekki nema 302. Því er ekki að
undra þó að hann Ólafur Stefáns-
son hafi talað gegn graslausri bú-
setu við sjávarsíðuna, landbún-
„Ómennskulið“ þurra-
búðanna
Sjaldan fellur eplið langt frá eik-
inni. Svo virðist sem Magnús
Stephensen dómstjóri hafi tekið í
arf skoðanir föður síns, Ólafs
Stefánssonar, á tómthúsmönn-
urn. í janúar árið 1825 birtist grein
í Klausturpóstinum, sem Magnús
gaf út. Þar segir hann að landið sé
að sligast undan lausa- og þurra-
búðarfólki og aðalbjargræðisveg-
ur þjóðarinnar, landbúnaðurinn,
sé grátt leikinn vegna lýðsins sem
hírist í tómthúsunum. Framtíð
þessa fólks sé ekki björt. Þeir sem
hafi yfirgefið jörð og bú og
skreiðist inn í „þurrabúðanna
ómennskubæli", uppgötvi ekki
fyrr en unr seinan að þeir sæki lífs-
björg sína eingöngu í „hvikula
haffroðu". Slík er framtíð tórnt-
húsmannsins í Reykjavík árið
1825, að mati Magnúsar Stephen-
sens dómstjóra, og ekki fara aðrir
landsmenn varhluta af þessum
lifnaði:
... reynslan og vitni vorra ann-
ála sanna [að verði] fleiri fiski-
fæðar- eða fiskileysisár til hor-
fellur allt þurrabúðanna bjarg-
lausa ómennskulið strax á
fyrstu árum, og dregur þá með
sér og ómegð sinni áður sjálf-
bjarga búendur, á hverra skaut
er getin, í gröfina. (Klaustur-
pósturinn 1 1825, bls. 7)
Stjórnleysi sé svo mikið að at-
vinnulausir strákar og stelpur
giftist og skríði í graslausar sjó-
búðir, þar sem enga vinnu sé að fá
mánuðum saman. Á meðan þessi
lausung eigi sér stað gangi góðar
jarðir úr sér og þó einhverjir vilji
búa á þeim, þá fáist ekkert vinnu-
fólk. Magnús var á sama máli og
faðir hans; fólk átti ekki að treysta
eingöngu á fiskveiðar. Nýjungar
í búskaparháttum og sterkt vistar-
band átti hins vegar að stuðla að
betri afkomu þjóðarinnar.
Þessar skoðanir eru kannski
aður hafði ætíð verið aðalbjarg-
ræðisvegur íslendinga. Þegar leið
fram á nítjándu öld varð byggðin
í Reykjavík varanleg og íbúum
tók að fjölga. Ekki voru sanat allir
sáttir við fjölgun tómthúsmanna.
Ntels Eyjólfsson tómthúsmaður. Uw
miðja öldina hjó hann á Klöpp í Skugga-
Iwcrft. Hann var Uklegafæddttr tttn
1817, og sagt er að honum haft aldrei
fallið verk t'tr hettdi á meðan heilsa og
aldttr leyfðtt.
SAGNIR 9