Sagnir - 01.04.1984, Side 16
Langan í Ánanaustum
Sem dæmi um megna hjátrú má
tilfæra þessa sögu. Einn dag síð-
ast í inarsmánuði 1729 sá bónd-
inn í Ánanaustum, að lönguhaus
hafði verið reistur á birkistöng við
hjallinn þar. Löngukjafturinn var
opinn og haíði verið sperrtur upp
með tveimur spýtum, og sneri
kjafturinn í vestur, eða beint á haf
út. Bóndakonan varð hrædd við
þetta tiltæki, tók lönguhausinn
ofan, hirti spýturnar og brenndi
þær. Þetta varð fljótt hljóðbært,
og kom sýslumaður, Jón Hjalta-
lín, ásamt hreppstjórum á
staðinn, til að grennslast eftir
þessu, og var síðan ýtarleg réttar-
rannsókn hafm um þetta. Komst
það fljótt upp, að Illugi nokkur
Bjarnason, fæddur í Kópavogi,
hefði gert það; en hann kvaðst
hafa gert það af heimsku og „narr-
aríi“. Það var sérstaklega gengið
fast á hann um það, hvort cngar
rúnir eða ristingar hefðu verið
skornar eða skrifaðar með bleki,
blýanti eða krít á spýturnar, sem
voru í löngukjaftinum, en því
neitaði bæði hann og bóndakon-
an, Þorgerður Jónsdóttir. Illugi
var aðspurður um, „hvort hann
hafi ei heyrt, að þeir sem til forna
hcfðu með sama hætti upp reist
lönguhöfuð, verið hafðir og kall-
aðir að vera orsök og efna til ill-
veðra og storrna, og hafi hér fyrir
verið til kaga hýddir." Svar: Það
hafi hann heyrt, en það hafi þó
ekki verið meining sín með þess-
ari uppsetningu. Aðspurður,
hvort hann vogaði sér hér fyrir
réttinum, og í guðs ásján að gera
sinn hæsta sáluhjálpareið, að hann
hefði ei uppsett þetta lönguhöfuð
í nokkurri vondri meiningu,
annað hvort til þess að gera storm
þar með, ellegar að skaða nokk-
urn þar með, ellegar viljað hér-
með djöfulinn dýrka með orðum
eða öðrum atvikum. Illugi svarar
já. Hann fékk þó ekki eiðinn, en
var fyrir þetta illa eftirdæmi
dæmdur til að útstanda opinbera
og skarpa aflausn í Víkurkirkju „í
hverri sókn hann hefur þetta
hneyksli framið“ og í sektir. Illugi
þessi varð gamall maður, og bjó
lengst af í Arnarhólskoti, og hefur
vafalaust ekki leikið þetta oftar.
Þetta dæmi um uppsetningu
lönguhauss til að vekja storma er
ekki einstakt, því á Álftanesi kom
fyrir samskonar atburður í byrjun
aldarinnar, og var tekið mjög hart
á því broti. (Klemens Jónsson:
Saga Reykjavíkur I (1929) 51-52).
í grein Þórbergs Þórðarsonar
„Lifnaðarhættir í Reykjavík á síð-
ari helming 19. aldar", sem birtist
í Landnámi Ingólfs II (1936-40)
segir að á seinni hluta 19. aldar
hafi sumir trúað því enn að seiða
mætti vind með því að setja löngu-
haus á staur. Ginið átti að vera
uppglennt og síðan veðrið að
koma úr þeirri átt sem ginið sneri
í. (206)
14 SAGNIR