Sagnir - 01.04.1984, Page 16

Sagnir - 01.04.1984, Page 16
Langan í Ánanaustum Sem dæmi um megna hjátrú má tilfæra þessa sögu. Einn dag síð- ast í inarsmánuði 1729 sá bónd- inn í Ánanaustum, að lönguhaus hafði verið reistur á birkistöng við hjallinn þar. Löngukjafturinn var opinn og haíði verið sperrtur upp með tveimur spýtum, og sneri kjafturinn í vestur, eða beint á haf út. Bóndakonan varð hrædd við þetta tiltæki, tók lönguhausinn ofan, hirti spýturnar og brenndi þær. Þetta varð fljótt hljóðbært, og kom sýslumaður, Jón Hjalta- lín, ásamt hreppstjórum á staðinn, til að grennslast eftir þessu, og var síðan ýtarleg réttar- rannsókn hafm um þetta. Komst það fljótt upp, að Illugi nokkur Bjarnason, fæddur í Kópavogi, hefði gert það; en hann kvaðst hafa gert það af heimsku og „narr- aríi“. Það var sérstaklega gengið fast á hann um það, hvort cngar rúnir eða ristingar hefðu verið skornar eða skrifaðar með bleki, blýanti eða krít á spýturnar, sem voru í löngukjaftinum, en því neitaði bæði hann og bóndakon- an, Þorgerður Jónsdóttir. Illugi var aðspurður um, „hvort hann hafi ei heyrt, að þeir sem til forna hcfðu með sama hætti upp reist lönguhöfuð, verið hafðir og kall- aðir að vera orsök og efna til ill- veðra og storrna, og hafi hér fyrir verið til kaga hýddir." Svar: Það hafi hann heyrt, en það hafi þó ekki verið meining sín með þess- ari uppsetningu. Aðspurður, hvort hann vogaði sér hér fyrir réttinum, og í guðs ásján að gera sinn hæsta sáluhjálpareið, að hann hefði ei uppsett þetta lönguhöfuð í nokkurri vondri meiningu, annað hvort til þess að gera storm þar með, ellegar að skaða nokk- urn þar með, ellegar viljað hér- með djöfulinn dýrka með orðum eða öðrum atvikum. Illugi svarar já. Hann fékk þó ekki eiðinn, en var fyrir þetta illa eftirdæmi dæmdur til að útstanda opinbera og skarpa aflausn í Víkurkirkju „í hverri sókn hann hefur þetta hneyksli framið“ og í sektir. Illugi þessi varð gamall maður, og bjó lengst af í Arnarhólskoti, og hefur vafalaust ekki leikið þetta oftar. Þetta dæmi um uppsetningu lönguhauss til að vekja storma er ekki einstakt, því á Álftanesi kom fyrir samskonar atburður í byrjun aldarinnar, og var tekið mjög hart á því broti. (Klemens Jónsson: Saga Reykjavíkur I (1929) 51-52). í grein Þórbergs Þórðarsonar „Lifnaðarhættir í Reykjavík á síð- ari helming 19. aldar", sem birtist í Landnámi Ingólfs II (1936-40) segir að á seinni hluta 19. aldar hafi sumir trúað því enn að seiða mætti vind með því að setja löngu- haus á staur. Ginið átti að vera uppglennt og síðan veðrið að koma úr þeirri átt sem ginið sneri í. (206) 14 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.