Sagnir - 01.04.1984, Side 19
TÓMTHÚSMENN í BÆJARPÓLITÍKINNI
aðist skólahaldið. Fór svo að
Reykvíkingar voru barnaskóla-
lausir allan sjötta áratuginn.
Bæjarbúum blandaðist þó ekki
hugur um nauðsyn og gagnsemi
barnafræðslu. Eins og oft vill
verða strandaði á hver ætti að
greiða fyrir skólahaldið. Ymsar
hugmyndir voru viðraðar um
hvernig afla mætti fjárins, t.d. var
lagt til á Alþingi að tolla alla
áfengissölu í landinu. Vitanlega
þótti þingmönnum annarra fjórð-
unga súrt í broti að þurfa að
drekka dýrt brennivín til að Reyk-
víkingar gætu rekið skóla. Að
endingu var málið lagt í salt.
Bæjarbúar skiptust þó áfram á
skoðunum um barnaskólann.
Sögðust tómthúsmenn vera á
móti reglulegu skólahaldi, þótt
þeir teldu skólann nauðsyn. Þetta
kann að hljóma sem mótsögn en
er þó auðskýrt. Mestu hefur ráðið
að þeir óttuðust aukin útsvör, sem
af hlytust. Allra síst gengust þeir
undir slíkar álögur til að koma á
fót hálfdönskum borgaraskóla
eins og gamli skólinn virðist hafa
verið. Þegar þess er gætt að tómt-
húsmannafulltrúinn í bæjarstjórn
neitaði að ræða barnaskólamálið
á fundi, vegna þess að málskjölin
voru á dönsku en ekki móðurmál-
inu, má ljóst vera að ólíkrar þjóð-
ernislegrar afstöðu gætti nokkuð
í þessu máli.
í ljósi þessarar afstöðu tómt-
húsmanna eru málalok enn ein-
kennilegri. Árið 1859 var sam-
þykkt að leggja skatt á öll tómthús
og óbyggðar lóðir í Reykjavík til
að kosta skólann.
Enn verða árekstrar
Áður en barnaskólamálið var til
lykta leitt reis enn ágreiningur.
Þetta var árið 1857 er til stóð að
selja Laugarneslandið. Bæjar-
stjórn fékk áhuga á að eignast það
og þóttist mega hafa af nokkrar
tekjur. Nær allir tómthúsmenn
voru fylgjandi kaupunum og
renndu hýru auga til úthaganna
fyrir hesta sína og aðrar skepnur.
Meira að segja reyndust efnamenn
meðal þeirra og kaupmanna fúsir
til að lána útborgunina, svo af
þessu gæti orðið. Þá risu upp tutt-
ugu borgarar í bænum, einkum
embættis- og verslunarmenn, og
mótmæltu þessum fyrirætlunum
þar sem þær væru einungis tómt-
Guðmundur Þórðarson, tómthúsmaður og
bcejarfulltrúi.
húsmönnum og e.t.v. fáeinum
kaupmonnum til hags.
Hér kvað við annan tón frá því
rætt var um barnaskólann. Þá var
tómthúsmönnum ekki ofgott
einum að bera allan kostnað þó að
þeir væru á móti reglulegu skóla-
haldi.
Hvort sem mótmæli borgar-
anna réðu nokkru um, fékkst leyfi
stiftsins fyrir kaupunum ekki.
Ellefu bæjarmenn keyptu Laug-
arnesið því sjálfir fyrir 5500 ríkis-
dali. Þeirra á meðal voru sex
tómthúsmenn. Reykjavíkurbær
eignaðist Laugarnesið 28 árum
síðar, árið 1885.
Ymsir kaupmenn höfðu auga-
stað á Grófinni sem athafnasvæði.
Þar höfðu reykvískir sjómenn
haft uppsátur fyrir báta sína frá
ómunatíð og urðu oft smáskærur
þegar kaupmenn reyndu að bola
tómthúsmönnunum frá. Deilan
varð fyrst stórmál árið 1865 þegar
eigendur Glasgowverslunarinnar
sóttu um leyfi til að reisa tveggja
hæða geymsluhús á kambinum
fyrir ofan Grófina. Bæjarstjórnin
taldi að tómthúsmenn yrðu að
víkja, en ófært væri að svipta þá
ævagömlum rétti án þess að þeim
væri útvegað nýtt uppsátursstæði
í staðinn. Verslunarstjóri Glas-
gowverslunarinnar varð því að
bíða með framkvæmdir sínar en
tómthúsmenn settu áfram upp
báta sína í Grófinni.
Að komast frá kelling-
unni upp á gamla móðinn
Af því sem á undan er gengið sést
að tómthúsmenn þurftu sífellt að
vera á verði þegar borgararnir
reyndu að skara eld að sinni köku.
Þó kastaði fyrst tólfunum seint á
sjöunda áratugnum þegar fiski-
mönnum á landinu var gert að
gangast undir stóraukin útgjöld
vegna bættrar læknisþjónustu
landsmanna.
Áhafnir báta lögðu árlega einn
hlut af dagsafla sínum til svokall-
aðs læknasjóðs. Var þetta framlag
þeirra nefnt spítalafiskur því upp-
haflega rann það til holdsveikra-
spítala landsins, en sjálfir töluðu
sjómenn um að „skipta kelling-
unni hlut“. Þegar rætt var á
Alþingi árið 1867 um fjáröflunar-
leiðir til að bæta læknaþjónust-
una, lá því beint við að staðnæm-
ast við spítalafiskinn.
Ávöxtur Alþingisumræðnanna
var tilskipun frá 10. ágúst 1868.
Ekki er nokkur vafi á að mörgum
fiskimanni hefur brugðið í brún
við þessar breytingar og þeir
viljað fegnir fá „að komast frá
kellingunni upp á gamla móðinn"
eins og segir í Þjóðólfi árið 1869. í
SAGNIR 17