Sagnir - 01.04.1984, Side 24
BRENNIVÍNIÐ FÆR Á SIG ÓORÐ
brennivínsstaupið frá ráðsmann-
inum, Gissuri. Sigurður ritar:
hann hafði alltaf nóg af því.
Hann vakti mig með kaffinu á
morgnana og var oft brennivín í
því. “
Reykvískir sjómenn voru í
hópum á Vatnsleysuströnd á
vetrarvertíð fram undir sumarmál
eða þangað til fiskur var kominn
á heimamið þeirra, einkum
Sviðið. Þá fluttu þeir sig inn eftir.
Lýsingar af Ströndinni geta því
gilt fyrir Reykjavík líka.
Brennivín var mjög í hávegum
haft á Ströndinni. Gamall Strand-
arbúi, Benjamín Halldórsson,
segir frá:
Það var talið svo sem alveg
sjálfsagt að stórbændurnir færi
á „túr“ þegar þeir fóru í kaup-
stað. Kom það þá fyrir að þeir
gleymdu sér, svo að sækja varð
þá eftir viku eða hálfan mánuð.
(Strönd og Vogar, 60)
Kristleifur á Kroppi var við róðra
á Ströndinni 1879-88. Hann ritar:
Þá þóttu drykkjulæti vottur
hreysti og hreinlyndis og
öpuðu minniháttar nrenn hina
ríku stórbændur í því efni.
Léku alla kæki og tiltæki þeirra
og þóttust menn að mciri.
Loks skal getiðjóhanns V. Daní-
clssonar, síðar kaupmanns, sem
var hjá Agli í Austurkoti á Vatns-
leysuströnd veturinn 1882. Hann
segir að Egill hafi átt tíu tunnur
brennivíns í upphafi vertíðar og
ritar um vínsölu hans:
Á þessum árum höfðu menn
mikið vín um hönd ... Þegar
sjómenn komu úr róðri,
þreýttir, blautir og svangir,
varð sumum það að fá sér á
flösku til að hressa sig en það
kostaði vænan fisk. (Strönd og
Vogar, 103)
Brennivínsgjafir og
búðarstöður
Brennivínið vætti saltar kverkar á
Vatnsleysuströnd og menn voru
líka þorstlátir í Reykjavík. Tæpast
munu margir hafa fundið að því
þótt reykvískir sjómenn fengju
sér brennivínstár þegar þeir komu
úr róðri eða skvettu duglega í sig
á tímamótum og tyllidögum.
Nei, umkvörtunarefnið fram um
1880 var öðru fremur búðar-
stöður. Svo er að sjá að sjómenn
hafi haft lítið annað fyrir stafni í
landlegum en að drabba í búðum
kaupmanna og var þá brennivín
jafnan á dagskrá. Menn slógu
saman í pela, fengu sér stundum
kisu til að ylja sér, en svo nefndist
brennivín blandað kirsuberjavíni.
Var ekki vanþörf á ylnum því að
búðirnar voru óuppkyntar og
búðarþjónar, sem færðu í kladda,
urðu stundum að bera blekið
innan á sér til að það frysi ekki.
Svo voru lekabytturnar, lekar
vínámur, sem kaupmenn létu
fyrir lítið, og yfirleitt voru þeir
ósínkir á vín, gáfu í staup við ýmis
tækifæri, jafnvel í pela. Benedikt
Gröndal segir frá brennivínsber-
serkjum bæjarins, sem hann
nefnir svo; einn „... beit í brýni
fyrir kaupmenn og fékk hálfpela í
staðinn". Brennivínið lá mjög á
lausu og í landlegum viku sjó-
menn víst varla úr búðunum
nema þegar þeir brugðu sér heim
í mat og kaffi. Þá voru híbýli
manna of þröng til að þar yrði
safnast saman og um aðra sam-
komustaði en búðir var tæpast að
tala.
Pólitísk afneitun
brennivíns
Innflutningur brennivíns til
Reykjavíkur virðist hafa aukist
mjög á sjötta og sjöunda áratug
19. aldar. Árið 1849 fluttust til
bæjarins tæpir 40.000 pottar, árið
1855 tæpir 60.000 en voru orðnir
120.000 árið 1864. Verðið var
mjög viðráðanlegt enda var allt
vín tollfrjálst. Árið 1865 mátti fá
pott brennivíns (fjóra pela) fyrir
tæpt kíló af þurrkuðum saltfiski.
í mars 1984 kostaði pottur af
brennivíni 628 krónur en kíló af
útvötnuðum saltfiski út úr búð kr.
67.25. Tölurnar eru ekki vcl sam-
bærilegar en veita vísbcndingu
um mikinn verðmun víns á okkar
tíð og hinni fyrri.
Ekki fór hjá því að útlendingar
tækju eftir drykkjusiðum í
Reykjavík. Þannig eru aðalatriðin
í þeirri mynd sem Kaliforníubú-
inn J. Ross Browne dregur upp af
lífinu í Reykjavík árið 1862:
„... nokkrir verklausir íbúar og
drukknir sjómenn sem slöngruðu
á milli brennivínsknæpanna
[væntanlega búðanna], fylking
sterklegra, veðurbitinna kvenna
... hópur lítilla, kafloðinna hesta
... nokkrir grindhoraðir hund-
ar ...“ Honum finnst reykvísku
sjómennirnir „of oft drukknir“.
Annar túristi, Englendingurinn
Richard F. Burton, var hér á ferð
þccjar þú drckkur vín, þd skaltu heilsunn-
ar vcgua drckka hiö bczta.
llvar er nú bezt vin i Bcylcjavik ?
Emjinn cfi d þvi, grisku vínin hjd porldki
Ó. Johnson—þau cru holl, Ijújfcnij oj atls clcki
dýr—t. d.
Kalliste (tjctt Portvín) fi. 2,55.
Achaicr (tjúffcngt Shcrry) fi. 3,00.
Bombúla (hvilt vin) fi. 2,50.
Moscato (sœll vin) fi. 3,00.
Grtslcu vinin hafa þaö Lit sins djcetis frani
yfir hin unjvcrsku vín, og önnur vin, aö þau
cru tjettari og ekki cins iicit.
Auglýsing um hollustu-
vín Þorlákur Ó. Johti-
son kaupmaður auglýsti
m.a. „heilsubótarviskí" og
„þjóðfrelsisviskí". Hér er
auglýsing Þorláks tir
ísafold frá árinu 1883.
Árið 1885 gekk Þorlákur
í stúku, hætti þá að
auglýsa áfenga drykki og
mun hafa látið af sölu
þeirra.
22 SAGNIR