Sagnir - 01.04.1984, Page 29
Hvað dettur okkur fyrst í hug, þegar við heyrum nefnd
matföng úr sjó? Soðin ýsa eða sítrónulegin skarkolaflök
með kryddjurtasósu? Gellur eða humarsalat?
úr
sjó
Kristín Bjarnadóttir
Fisksalar hafa kvartað undan því, að Reykvíkingar séu
íhaldssamir í fiskvali, fólk vilji helst ýsu, en aðrar fiskteg-
undir seljist illa. Sé ekki til ný ýsa, snúi menn við og fari í
næstu matvöruverslun.
Sú fjölbreytni í matarvali sem nú tíðkast er mikil breyt-
ing frá fyrri tíð. Allt fram undir heimsstyrjöldina síðari var
mataræði Reykvíkinga mjög fábrotið, yfirleitt var borð-
aður fiskur virka daga og kjöt á sunnudögum. Sé litið
lengra aftur, til aldamótanna og 19. aldarinnar, var matar-
æði almennings þó enn fátæklegra. Kjöt sást sjaldan á
borðum og mjólk var af skornum skammti. Aðalfæða al-
múgafólks var tros og bræðingur ellegar vatnsgrautur með
sýrðu rófukáli út í.
Ef fiskveiðar brugðust lifðu menn á hungurmörkunum.
í gömlum sendibréfum má lesa setningar eins og þessar:
Ekki er annað sýnilegra en
að hér verði stór fólksfellir
því margir eru nú bjargar-
lausir að öllu og sumir sem
tekið er að sjá á því sumarafli
hefur verið einn sá minnsti,
bæði vegna fiskifæðar og
ógæfta en vetrar- og vor-
fiskur er sumpart uppetinn,
sumpart seldur.
(Geir góði 27/10 1813)
En nú skreiðast menn fram
fyrst aflinn fer í hönd.
(Árni í Görðum 12/3
1839)
Aldrei á sjó komið í langan
tíma og er því mesti sultur
og seyra manna á milli því
ekki er það allra að kaupa
kornið stjórnarinnar á 12 rd
contant tunnuna.
(Þórður Sveinbjörnsson
21/2 1854)
En jafnvel þótt vel fiskaðist og fólk hefði í sig, var fæðan
svo einhæf, að næringarskortur og hörgulsjúkdómar voru
landlægir og heilsufar bágborið af þeim sökum.
SAGNIR 27