Sagnir - 01.04.1984, Síða 30

Sagnir - 01.04.1984, Síða 30
MATFÖNG ÚR SJÓ Þorskhausa- og grá- sleppulestir Reykjavíkurbændur hafa sjálfsagt alltaf sótt sjó í einhverjum mæli til búdrýginda, en þegar þéttbýli fór að myndast í Reykjavík, varð sjósóknin lífsnauðsyn. Aðallega sóttust menn eftir þorskinum, ekki þó til þess að eta hann sjálfir, heldur til þess að leggja inn hjá kaupmanni í skiptum fyrir aðrar nauðsynjar. Sjómenn og fjöl- skyldur þeirra verkuðu þorskinn heima og nýttu úrganginn, hausa og innyfli til matar. Þessi úrgangur og smáfiskur, sem ekki nýttist sem verslunarvara, var einu nafni nefnt tros og var það aðalfæða Reykvíkinga, a.m.k. hinna fátækari, fram á 20. öld. En það eru fleiri fiskar í sjó en þorskurinn. Ýsa hefur löngum verið mikið veidd til matar og einnig var veitt þó nokkuð afkeilu og löngu. Fiskur var etinn bæði nýr og gamall. Helstu aðferðir við að geyma fisk voru að herða hann og salta. Fiskur var líka hengdur upp og látinn síga nokkra daga þar til fór að slá í hann og þótti þá mikið sælgæti. Ekki tókst þó alltaf vel til með verkunina, veðrið var stundum óhagstætt, þannig að fiskurinn úldnaði meira en góðu hófi gegndi. En hann var etinn samt, menn fleygðu ekki mat að nauð- synjalausu. Lyktin hefur þó verið svo stæk, að ófáir erlendir ferða- menn á öldinni sem leið lýsa Reykjavík sem þefjandi af úldn- um fiski. Á veturna var oft erfitt að fá nýmeti, en á vorin fór að rætast úr. Þaraþyrsklingur veiddist uppi í landsteinum, en rígaþorskur úti á Sviði og gekk hann stundum inn um öll Sund. Auk þess byrjaði hrognkelsavertíðin. Mikil eftir- spurn var eftir nýjum rauðmaga, eins og reyndar er enn meðal þeirra, sem komist hafa á bragðið. Rauðmaginn var dýr á 19. öld- inni, en seinna jókst framboðið og verðið lækkaði. Grásleppan var miklu meira veidd en rauðmag- inn, því að hún var notuð í vöru- skiptum við bændur og var þá ýmist seld söltuð eða sigin. Bændur sóttust mjög eftir bæði siginni grásleppu og hertum þorskhausum í skiptum fyrir landbúnaðarvörur, smjör og ull og komu þeir oft með hestalestir í bæinn til þess að stunda slík við- skipti. Þorvaldur Thoroddsen, sem dvaidist í Reykjavík 1866-75 segir í Minningabók sinni: ... þorskhausa- og grásleppu- lestir voru algeng fyrirbrigði á götum bæjarins, og allvíða í út- hverfum voru híbýli manna hátt og lágt prýdd með grá- sleppum og þorskhausum til þerris. Lúða veiddist stundum og þótti jafnan herramannsmatur hvort sem var ný eða hert (riklingur). Einkum þóttu rafabeltin mikið sælgæti. f minningum gamalla Reykvík- inga er oft minnst á dorg strák- anna af bryggjum og klettum. Þarna veiddu þeir aðallega kola og ufsa fyrir utan þann fyrirlitlega fisk marhnútinn. Hann var einna helst nýtilegur til þess að spýta upp í hann áður en honum var hent út í aftur. Þá átti hann að glæða fiskiríið hjá strákunum. Þeir héldu síðan hróðugir heim með aflann, en mæðurnar voru ekki alltaf jafn ánægðar. Þeim fannst víst sumum, að þessar veiðar strákanna svöruðu ekki kostnaði miðað við slit og þvott á fötum. Þó hefur líklega stundum munað um að fá kola eða ufsa í pottinn, ef ekkert annað var að hafa. Síld og skelfiskur voru ein- göngu veidd til beitu, en ekki til manneldis. íslendingar hafa al- mennt ekki lagt sér þessar fiskteg- undir til munns fyrr en á síðustu árum. Það er raunar undarlegt, að þjóðin skyldi aldrei komast upp á lag með að borða síld, sem er ein kalkríkasta fisktegund, sem völ er á. Lækjartorg 1899 Hér eru bœndur í kaupstaðarferð árið 1899 og sjástfiskklyfjar áfremsta lestar- hestinum. Húsið lengst til vinstri er þá- verandi prestaskólahús, seinna Haraldar- búð. Nú er verslunin Karnabcer þar til húsa. Nœsta hús, „Landfógetahúsið", þekkja flestir sem Hressingarskálann. 28 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.