Sagnir - 01.04.1984, Síða 36

Sagnir - 01.04.1984, Síða 36
Flugkanínur og aðrar kanínur í Akurey. í ferðabók Dufferins lávarðar (1944), sem hér var á ferð 1856, er lýsing á ferðalagi hans og félaga hans eftir mikla drykkju hjá Trampe greifa og næturgöltur í Reykjavík. Þeir félagar fóru á báti út í eyju um nóttina, sennilega Akurey. Þeir sáu fjöldann allan af kanínuholum í eynni og auk þess hvítar kanínur, eyrnalausar með rauð trýni. En þegar þeir reyndu að handsama þessi merkilegu dýr spruttu þeim vængir og þau flugu burt. Þeir náðu þó einni eða tveimur kanínum sem höfðu skriðið ofan í holur sínar og kom- ust þá að raun um að þær voru í fuglslíki. Ekki þykist Dufferin hafa hugmynd um hvers konar skepnur hafi verið þarna á ferð, en lætur þess þó getið neðanmáls, að þetta muni hafa verið lundar. (59- 60) í Akurey var mikil lundabyggð og hafði eigandi hennar, Þórður Sveinbjörnsson, geysileg hlunn- indi af kofutekju þar um 1850. Farið var í eyna síðsumars, sex til sjö manns saman, og veiddu þeir hver og einn um 100 fugla á dag, stundum meira. Kofuveiðin stóð eina viku og gat því orðið 4000- 5000 fuglar á sumri. Kjötið af reyttum kofunum var síðan selt í súpu í bænum, en fiðrið hirt til heimabrúks. Löngu seinna voru að sögn „al- vöru“ kanínur í Akurey. Magnús Runólfsson (f. 1895) skipstjóri getur þeirra í Togarasögu sinni (1983): Við gátum farið út í Akurey á stórstaumsfjöru. Þar var heilmikil lundatekja og um tíma hafði Haraldur Sigurðs- son, síðar forstjóri Elliheimilis- ins, þar kanínur sem hann hlýtur að hafa selt skinnin af. Eyjan var öll útgrafm af lunda og kanínu. Mér er ekki kunn- ugt um að þessara kanína hafi verið getið neins staðar á prenti en ég man vel eftir þeim. (30) Skrjáfar í guðsblessun, góði minn. Helgidagahald í tíð Helga biskups Thordarsen (1846-1866) þótti fram- ur strangt. Eitt sinn bar svo við að Sigurður nokkur, sem bjó í Hóla- koti, vitjaði um grásleppunet úti við Akurey á sunnudegi. Lenti hann í Grófinni, sem kölluð var, og bar þaðan heim til sín grásleppu- poka. Á leið suður Suðurgötu mætir hann sjálfum Helga biskupi. Biskup rekur augun í pokann, þykir hann grunsam- legur og spyr Sigurð: „Hvað ertu með í pokanum, Sigurður minn?“ Sigurður verður skjótur til svars og segir: „Skrjáfar í guðsblessun, góði minn“ og hélt svo leiðar sinnar. Þórbergur Þórðarson: „Lifnað- arhættir í Reykjavík á síðari helmingi 19. aldar“. Landnám Ingólfs. II (1936-40) 199. 34 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.