Sagnir - 01.04.1984, Síða 39
OPNIR BÁTAR Á SKÚTUÖLD
Petta er hluti af minnislista talningar-
manna, sem talið hafa opna báta og eig-
endurþeirra í Reykjavík á vegum bœjar-
fógeta. Þetta er eina árið sem heilsteyptur
listi af þessu tagi er til og eru þarna
upptaldir Í60 bátar í eigu 83 manna.
Þetta voru 7áttæringar, ÍÍ6sexæringar
ogjjögurramannafor og 37 tveggjamanna-
fór. Ef tölur listans eru bornar saman við
hinar opinberu skrár bæjarfógeta sést að
listinn er líklega frá árinu 1887 eða árinu
þar á undan. Kostur listans er sá, að í
flestum tilvikum ergetið um hvernig og
livort bátarnir hafi verið notaðir.
1900 var mjög á einn veg, bátaút-
gerð fór stöðugt hnignandi.
Fjölgun bátanna, sem kom
fram í bæjarfógetaskjölunum,
náði aðeins til tveggjamannafar-
anna. Utgerð upprennandi bæjar-
samfélags hefur tæplega byggst á
útgerð þeirra, og er líklegra að hin
vaxandi stétt daglaunamanna í
landi hafi eignast þessar kænur til
að veiða á í soðið. Auk þess fylgdu
tveggjamannaför oft þilskipun-
um, sem fjölgaði mjög á síðasta
áratugi aldarinnar. Fjöldi stærri
bátanna stóð í stað, og þeir sem
ekki voru notaðir til uppskipunar,
hafa líklega grotnað niður smám
saman. Sama er uppi á teningnum
ef litið er í aflaskýrslur landshöfð-
ingja. Til hans var aðeins skilað
örfáum skýrslum um afla á
opnum bátum árið 1897. í
manntalinu 1901 eru aðeins 13
Á seinni hluta 19. aldarinnar
voru einna helst gerð út fjögurra-
niannaför og sexæringar frá
Reykjavík. Stærri bátar voru fáir
°g útgerð minni báta hafði smám
saman verið að víkja. Um 1865
voru fjögurra- og sexmannaför 30
talsins. Þeim fjölgaði ört og voru
orðin um 70 fimm árum síðar. Sá
Qöldi virðist hafa haldist um
nokkurra ára skeið en síðan virð-
ast bátarnir vera 50-60 á árunum
framtil 1886.
Árið 1887, um það leyti sem
uppgangur í skútuútgerð var að
heQast, voru fjögurramannaför
°g sexæringartalin vera 119. Fyrir
þetta ár hafa af tilviljun varðveist
nnnnismiðar talningarmannanna
bar sem þeir taka fram hver átti
bátana og hvort þeir væru notaðir
til veiða. Um þriðjungur þessara
^áta „gekk ckki“ og nokkrir voru
notaðir sem uppskipunarbátar;
róðrabátar voru því þegar allt
k°m til alls um 50-60 talsins. Á
þessum bátum hafa verið um 300-
•^50 sjómenn og fjöldi bátanna var
enn svipaður og fyrr á áratugn-
um.
Samkvæmt bæjarfógetaskjöl-
um óx heildartala bátanna stöðugt
fram undir 1895, og virtist því við
yrstu sýn sem bátaútvegurinn
Va-'ri nú í vexti. Ekki eru til neinar
skýrslur eða minnismiðar, sem
skýra frá ástandi bátanna á þessu
tímabili, en samt er ólíklegt að
nýtt blónraskeið bátaútvegsins
hafi verið í uppsiglingu. Þróunin
frá 1887 fram að aldamótunum
menn titlaðir formenn í Reykja-
vík, í bæ ineð á sjöunda þúsund
íbúa. Engir urðu til að fylla skarð
hinna gömlu formanna.
Því má segja að uppgangstími
bátaútgerðar í Reykjavík hafi
verið frá um 1865 og staðið yfir til
1890, eða í um aldarfjórðung.
Þessa velgengni má líklega að
stórum hluta rekja til þeirra
nýjunga sem urðu í bátaútvegi á
sjöunda tugi aldarinnar.
SAGNIR 37