Sagnir - 01.04.1984, Síða 40
OPNIR BÁTAR Á SKÚTUÖLD
Breyttir tímar með
Engeyjarlagi
Á Innnesjum, einkum á Seltjarn-
arnesi og í Reykjavík, urðu miklar
framfarir í útgerð opinna báta á
áratugnum 1860-70. Bátalag og
seglabúnaður var 'endurbætt og
aukin áhersla var lögð á netaveið-
ar. Breytingarnar á seglabúnaði
og bátalagi er helst að rekja til
Engeyjarbænda og hafa verið
kenndar við þá.
Fram að þessum tíma hafði
bátalag við Faxaflóa lítið breyst
frá tímum Skúla fógeta á 18. öld.
Bátarnir voru botnskarpir og
heldur valtir. Engeyjarbátarnir
voru hins vegar breiðari en áður
þekktist, kjalsíður þeirra voru
sveigðar út, og þar með urðu þeir
stöðugir og liprir undir árum.
Segl á fiskibátum þekktust
varla fyrr en á 18. öld. Vankunn-
átta' í seglanotkun hefur sjálfsagt
háð mönnum, en einnig það, hve
óheyrileg vinna lá að baki segla-
gerðinni. Seglavefarar urðu ekki
matvinnungar fyrr cn um miðja
18. öld, þegar rokkar og vefstólar
komu til sögunnar. Þá var ofið
segl í sexæring á 7-10 dögum,
sem hafði áður verið gert á 24
vikum.
Við Faxaflóann voru þversegl
notuð frarn undir 1840, þá tóku
svokölluð sprytsegl við og var
notuð fokka með þeim. Á stærri
bátunum voru sprytseglin tvö, en
eitt á þeim minni. Árið 1865 fór
Kristinn Magnússon útvegsbóndi
í Engey á fiskveiðisýningu í
Björgvin, þar sem hann kynntist
ferskum hugmyndum um það
hvernig efla mætti sjósókn. Segla-
búnaður var þar á meðal; spryt-
seglin voru endurbætt svo vindur
nýttist betur, fokkunni breytt og
auk þess var bætt við klýfi. Eng-
eyjarmenn smíðuðu mörg hundr-
uð báta með sínu lagi og með
góðum seglabúnaði. Opnir bátar
af þessari gerð urðu ríkjandi við
Faxaflóa. Seglin urðu drifkraftur-
Teiktiing þessi eraflíkani af Ettgeyjar-
sexæringi. Klýftrinn erfremstaseglið,þar
næst kemurfokkan og sprytseglin eru tvö
hin stærri. Stöngin er einketinandifyrir
sprytseglin. Notkun þessa seglabúnaðar
var mikilframförfrá þvífyrr á öldinni,
þegar aðeitts voru tiotuð þversegl ef yftr-
höfuð einhver segl voru notuð.
inn í stað handaflsins áður.
Við þessar breytingar jókst
sjósókn á opnum bátum til muna.
Stærri bátarnir urðu algengari,
þótt mismunandi væri eftir ver-
tíðum hvaða bátar voru helst not-
aðir. Mögulegt varð að sigla á
mun fjarlægari mið. Þangað sem
áður var aðeins róið á áttæringum
í góðu veðri, komust fjögurra-
mannaför auðveldlega. Baráttan
við sjóinn á opnu bátunum var
38 SAGNIR