Sagnir - 01.04.1984, Side 41
OPNIR BÁTAR Á SKÚTUÖLD
samt sem áður hörð og áhættu-
söm. Um það vitna ótal hindur-
vitni tengd förinni á sjóinn. Krist-
leifur Þorsteinsson úr Borgar-
firði, sem var vermaður syðra um
árabil, segir svo frá:
Ekki mátti prjóna lykkju eða
sauma nálspor á sunnudegi í þá
flík, er menn áttu að klæðast í á
sjó. Og ekki mátti leggja afstað
frá heimili sínu nema vissa
vikudaga, er til sjávar var farið.
(Ur byggðum BorgarJJarðar II,
225)
Enginn vissi hvort sjómennirnir
kæmu aftur, þegar þeir lögðu af
stað á vetrarvertíð í kafaldsbyl.
Á vetrarvertíðinni reru Reyk-
víkingar og Seldrningar ýmist
heiman frá sér eða fóru í ver suður
með sjó, en um það réðu fiski-
göngur mestu. Verferðir þeirra
suður á Vatnsleysuströnd, í Voga
og Njarðvíkur, urðu þó ekki tíðar
fyrr en um 1850, þegarkaupmenn
byggðu þar verbúðir fyrir þá
aðkomnu. í þeim voru einnig salt-
geymslur, og nefndust húsin „an-
leggshús“.
Vorvertíðina voru Innnesja-
menn aðallega á heimamiðum og
einnig framan af haustvertíðinni.
Þegar kom fram í nóvember var
oft orðið fiskilítið á Sviðinu og
öðrum heimamiðum, og fóru
menn þá svokallaða „suðurtúra“
á sexæringum og áttæringum.
Það voru ekki verferðir, heldur
sigldu menn suður í Garðsjó og
Leirusjó og fóru heim samdæg-
urs, ef vel aflaðist og veður leyfði.
Oft var þó ekki siglt heim fyrr en
daginn eftir ef ekki hafði tekist að
fylla bátinn, og fengu sjómenn-
lrnir þá gistingu hjá ábúendum
þar suðurfrá. Þessir „suðurtúrar“
stóðu oft yfir fram í miðjan janú-
ar.
Varla er mögulegt að þessar
ferðir hafi verið farnar fyrr en að
Engeyjarlagið og hinn nýi segla-
búnaður varð algengur á árunum
eftir 1865-70. Annað hefði verið
ofurmannlegt.
um netin allt fram undir aldamót-
in 1900. Reynsla manna afnetun-
um hafði verið misjöfn, og börð-
ust sumir háttsettir embættis-
menn hatrammlega gegn þeim.
Fleiri urðu þó cinnig til að andæfa
netunum og ollu þau mörgum 19.
aldar manninum brúnaþyngslum.
Aðalorsök andstöðunnar var
sú ríkjandi skoðun, að þverrandi
afli á grunnmiðum stafaði af of
mikilli netanotkun. Grunnmiðin
höfðu hingað til verið aðalveiði-
svæði opinna báta, því þeir höfðu
að jafnaði ekki komist langt frá
landi á árunum einum. Sérstak-
lega áttu netin að vera skaðleg
væru þau notuð á djúpmiðum,
því þá myndu þau hreinlega girða
fyrir fiskigengd á grunnslóð.
Mismunandi skoðanir voru á
lofti um hvaða leið væri vænleg-
ust til úrbóta. Sumir vildu banna
netaveiðar þar sem þær höfðu
ekki verið stundaðar áður og
hópur manna vildi banna allar
þorskveiðar í net. Ekki voru samt
allir sannfærðir um að netin væru
aðalskaðvaldarnir og vildu heldur
kenna um „niðurburði", sem
skútur og erlendir togarar fleygðu
fyrir borð.
Fiskifræðingurinn Bjarni Sæ-
mundsson vék að þeirri skoðun
sinni í grein í Atidvara árið 1897,
að báðar þessar röksemdir væru
heldur haldlitlar. Hann sagði
augljóst að fiskigengd við Faxa-
flóa hefði breyst mikið á síðari
tímum, fiskurinn kæmi æ sjaldnar
á grunnslóð, en héldi sig á djúp-
miðum í Garðsjó, Leirusjó og á
Sviðinu. Veðráttan hefði þarna
einhver áhrif, sérstaklega norð-
vestanstormarnir, en annars væri
vænlegra að leita orsakanna í þátt-
um tengdum fæðu, hrygningu,
straumum og sjávarhita.
En á meðan Innnesjamenn
mokfiskuðu og margfylltu báta
sína á djúpinu og Útnesjamenn
fengu lítið sem ekkert á grunnslóð
uppi við land, dugðu rök um
strauma og sjávarhita skammt.
Net og rányrkja
Á svipuðum tíma og Reykvíking-
ar og Seltirningar byrjuðu veiðar
með Engeyjarlagsbátunum og
komust á fjarlægari mið, hófu þeir
netaveiðar og veiddu vel. Neta-
veiði við Faxaflóa var sjaldséð
fyrir 1870, þegar Innnesjamenn
riðu á vaðið, þótt hún hafi
eitthvað þekkst á grunnslóð við
Hafnarljörð og Garðskaga frá
miðri 18. öld. Netin höfðu, eins
og lóðirnar, aðeins verið notuð
samhliða handfærinu, sem enn
var aðalveiðarfærið. Víða um land
hófust netaveiðar ekki fyrr en
löngu eftir aldamótin.
Eins sakleysisleg og net voru á
þurru landi, jafn ískyggileg gátu
þau virst þegar búið var að leggja
þau. „Netabrúkunin" varð tilefni
háværra deilna, og stóð mikill styr
SAGNIR 39