Sagnir - 01.04.1984, Page 42
OPNIR BÁTAR Á SKÚTUÖLD
Ógnun af
Innnesjamönnum
Reykvíkingar og Seltirningar
voru í hópi þeirra sem hlynntir
voru netaveiðum. Þeir veiddu vel
og voru að sögn margra samtíma-
manna betur út búnir en flestir
Suðurnesjamenn. Innnesingarnir
höfðu haft verbúðir sínar á Vatns-
leysuströnd og í Vogum frá því
um 1850. Þegar komið var fram á
áttunda áratug aldarinnar fóru
Sunnanmenn að ókyrrast, og var
farið að þykja nóg um velgengni
hinna aðkomnu og átroðning á
vetrarvertíðum. Afleiðingin varð
samþykkt manna í Njarðvíkum,
á Strönd og í Vogum um að banna
Innnesjamönnum að hafa uppsát-
ur þar framar. Eftir það fluttu þeir
sig í Garð og Leiru. Þaðan var
stutt í Garðsjóinn, þar sem þeir
voru lengi vel einir á hinum dýpri
miðum.
Takmarkanir höfðu lengi verið
á netaveiðum, bæði hvað varðaði
veiðisvæði og ákveðinn dag sem
hefja mátti veiðarnar. Andstætt
því sem nútímamenn ciga að
venjast, var bannað að veiða með
netum utan við ákveðna ímynd-
aða línu. Það átti að leyfa þorskin-
um að ganga á grunnmið, en ekki
veiða hann áður en hann kæmist
þangað. Sífellt var herpt fastar að
netaveiðimönnum og var hver
héraðssamþykktin gerð af annarri
þar syðra gegn netanotkun. Af
því tilefni voru vörður hlaðnar í
landi til viðmiðunar á veiðimörk-
unum. Ein þessara hlaut nafnið
„Ranglát" og önnur „Réttlát".
Hvað sem öllum takmörkunum
leið, gekk þorskurinn ekki á
grunnslóð. Innnesjamenn veiddu
vel á djúpmiðunum, og eftir
nokkur ár tóku sumir Strandar-
menn upp hætti Innnesinganna og
lögðu trossur sínar innan um net
þeirra. Þetta hafði mikla flækju í
för með sér, netin töpuðust og
afleiðingarnar urðu ófriður og
margfaldur útgerðarkostnaður.
Fór svo að algert bann var lagt við
netaveiðum í Garðsjó árið 1886.
Eins og að líkum lætur urðu
Innnesjamenn óánægðir með
þessi málalok. Það var verið að
banna þær veiðar sem þeir höfðu
stundað undanfarin ár með góð-
um árangri. Ekki var laust við að
þeirrar skoðunar gætti í Reykja-
vík, að þeir Suðurnesjamcnn og
Vatnsleysustrandarbúar hefðu
40 SAGNIR