Sagnir - 01.04.1984, Side 51
HAFNALAUS HÖFUÐSTAÐUR
Þessar löggildingartilraunir
voru runnar undan rifjum stjórn-
armanna Milljónafélagsins. Því
var nauðsynlegt að fá viður-
kenndan verslunarstað í eynni til
að treysta sig í sessi sem verslun-
arfélag. Þingmenn Reykjavíkur
voru þó ekki á þeim buxunum að
gefa félaginu of lausan tauminn
rétt við bæjardyr Rcykjavíkur.
Löggiltur verslunarstaður í Við-
ey, sem gat státað af hafskipa-
bryggjum, gat reynst verslun höf-
uðstaðarins hættulegur keppi-
nautur. Það er því líklegt að kaup-
menn þar hafi lagt að þingmönn-
um sínurn að verjast þessari at-
lögu. Þó er sennilegt að Reykja-
víkurkaupmönnunum hafi staðið
enn mciri stuggur af áformum urn
hafnargerð í Skerjafirði - við bak-
dyrnar hjá sér. Þær tilraunir stóðu
allt fram til þess tíma er fram-
kvæmdir hófust við Reykja-
víkurhöfn vorið 1913.
Skildinganes - Skerja-
Qörður
Þegar árið 1902 var farið að tala
um hafnargerð í Skerjafirði. Var
það áðurnefndur skipstjóri á
danska varðskipinu ’Heklu* sém
minntist á þennan möguleika í
grein sinni í Isafold. Hann benti á
að slík höfn yrði ódýr og þar væri
nægilegt landrými til að byggja
hafnar- og geymsluhús. Öðrum
þótti hér seilst langt um skammt
að gera höfn svo langt frá Reykja-
vík.
Ekki voru þó allir andvígir
þessari hugmynd. Um aldamótin
höfðu þeir Sigurður Briem,
þáverandi póstmeistari í Reykja-
vík, og Björn Ólafsson, augn-
læknir, keypt Vs hluta jarðarinnar
Skildinganess til að beita þar
hrossum sínum. Um svipað leyti
hafði staðið til að Reykjavíkurbær
keypti hálfa jörðina, en kaupin
strönduðu á því að bæjarstjórnin
vildi ekki greiða það verð sem upp
var sett. Þeir Sigurður og Páll al-
þingismaður, bróðirhans, keyptu
því landið og hugðust hefja þar
hafnargerð. Páll féll frá áður en
hann gæti beitt sér nokkuð í því
máli á þingi. En Sigurður hélt ó-
trauður áfram. Hann lét athuga
kosti til hafnargerðar í Skerjafirði
og virðist sem hann hafi vakið
áhuga tveggja stórkaupmanna á
fyrirtækinu, því í Þjóðólfi 3. nóv.
1905 má lesa eftirfarandi frétt:
Frést hefur að þeir stórkaup-
maður Zöllner, Tuliníus o.fl.
hafi í hyggju að láta gera hafn-
arbryggju við Skerjafjörð ...
og leggja þaðan járnbraut hingað
inn í bæinn. (Þjóðólfur 57. árg.
(1905) 46, bls. 192).
Útskipnn á saltfiskifrá hafskipabryggju
MiUjónafélagsins við Sundbakkann í
Viðey.
SAGNIR 49