Sagnir - 01.04.1984, Side 58

Sagnir - 01.04.1984, Side 58
FJÖRULALLAR f VESTURBÆ Fjaran Kynslóðin sem nú er að alast upp í Reykjavík hefur vart nema óljós- an grun um hvernig fjörunni var háttað áður en ráðist var í uppfyll- ingar, skjólgarða- og hafnarfram- kvæmdir. Fjaran var löng og bog- mynduð og náði svo til óslitið frá Grandanum austur að hinu svo- nefnda Batteríi, en það var virki úr torfi og grjóti sem Jörundur hundadagakonungur lét reisa og stóð á þeim stað er Seðlabankinn rís nú af grunni. í íjörunni skiptust á leirkenndur jarðvegur og klappir sem stóðu upp úr á stöku stað. Frægust þeirra var Kríusteinn sem lá fyrir utan Slippinn. Litlar trébryggjur, hlið við hlið á strandlengjunni, kennd- ar við eigendur sína, settu mikinn svip á svæðið. Lífríki fjörunnar var fjölbreytilegt; fuglar, marflær og hrúðurkarlar og úti á Granda moraði allt af lífi; krossfiskar, ígulker, hornsíli og pöddur —eins margar og hugurinn girntist. Ekki má heldur gleyma fiskisæld- inni sem var mikil við bryggjurn- ar en besti veiðistaðurinn þó svo- nefndir Tíkarklettar, sem stóðu upp úr sjónum fyrir neðan Vest- urgötu 12-14. Þarna máttufisknir guttar eiga von á sjóbirtingi auk venjulegs afla af kola, smáufsa og marhnút. Allt var þetta fært heim í pottinn - nema marhnúturinn sem var til einskis nýtur nema til að skyrpa upp í hann; það færði nefnilega litla fólkinu heppni við fiskveiðarnar. Aðalleiksvæði barna úr Vestur- bænum var svæðið frá Grand- anum að Geirsbryggju Zoéga sem mun hafa legið beint niður undan verslun hans, en það hús er nú veitingastaðurinn Naustið. Það verður að hafa í huga að áður en hafist var handa um uppfyllingu náði sjórinn upp að götu þar sem nú er Hafnarstræti og Vesturgata. Þarna undu krakkar sér mál- anna á milli frá því að fór að vora „ÖIl börn tindu skeljar og ígulker ..." og fram á haust. Þessi fjara verður því vettvangur okkar, og við- fangsefnið þau börn sem eiga fót- spor sín undir uppfyllingunni. Til hagræðingar skulum við afmarka okkur í tíma við fyrsta fjórðung þessarar aldar. Stelpuleikir - strákaleikir Vesturbæinn byggðu upphaflega tómthúsmenn. Unr aldamótin voru sjómannafjölskyldur enn í miklum meirihluta og sjósókn og fiskverkun aðalatvinnuvegurinn. Þetta setti allan svip á hvcrfið. Lífið var fiskur, og lífsyiðhorfið og atvinnuhættirnir mótuðu leiki barnanna þá eins og nú. Sjómenn voru hetjur þeirra og allir strákar áttu sér þann draum að verða skútukallar. Langflest barnanna áttu feður eða önnur skyldmenni á sjónum. Synirnir urðu með tímanum sjómenn en dæturnar fetuðu í fótspor mæðra sinna. Þótt uppeldið hafi eflaust falið í sér undirbúning fyrir framtíðar- hlutverkið og ætla mætti að leikjaval yrði kynbundið virðist það ekki hafa átt við að öllu leyti um Vesturbæjarkrakka. Stelpur og strákar léku sér oft- ast sitt í hvoru lagi, það var lenska hjá strákum að fyrirlíta stelpur og telja hver öðrum trú um að þær væru vitlausar: — „Fullorðna fólkið getur stundum verið vit- lausara en stelpur og beljur.“ Hóparnir blönduðust varla nema í boltalcikjum. Báðum kynjum var þó jafn mikilvægt að komast í fjöruna, þar var tilveran pottþétt. Öll börn tíndu skeljar og ígulker, fleyttu kerlingar og sigldu heima- tilbúnum glæsifleytum. Þau óðu sjóinn upp í hné á bryggjunum nánast um leið og þau lærðu að ganga. Stelpurnar hlupu niður á bryggju, í pilsi og ullarsokkum, nreð færi úr tvinna og títuprjóni og renndu fyrir fisk. Strákarnir eignuðust með aldrinum ekta öngul og beita beggja var oftast hrognkelsalifur. Það þótti víst ekki kvenlegt að vasast í fjörunni og það voru viss takmörk fyrir því hvað stelpurnar máttu ganga langt. Þær þekktu alla báta, áhafnir þeirra, ogjafnvel 56 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.