Sagnir - 01.04.1984, Qupperneq 58
FJÖRULALLAR f VESTURBÆ
Fjaran
Kynslóðin sem nú er að alast upp
í Reykjavík hefur vart nema óljós-
an grun um hvernig fjörunni var
háttað áður en ráðist var í uppfyll-
ingar, skjólgarða- og hafnarfram-
kvæmdir. Fjaran var löng og bog-
mynduð og náði svo til óslitið frá
Grandanum austur að hinu svo-
nefnda Batteríi, en það var virki
úr torfi og grjóti sem Jörundur
hundadagakonungur lét reisa og
stóð á þeim stað er Seðlabankinn
rís nú af grunni.
í íjörunni skiptust á leirkenndur
jarðvegur og klappir sem stóðu
upp úr á stöku stað. Frægust þeirra
var Kríusteinn sem lá fyrir utan
Slippinn. Litlar trébryggjur, hlið
við hlið á strandlengjunni, kennd-
ar við eigendur sína, settu mikinn
svip á svæðið. Lífríki fjörunnar
var fjölbreytilegt; fuglar, marflær
og hrúðurkarlar og úti á Granda
moraði allt af lífi; krossfiskar,
ígulker, hornsíli og pöddur —eins
margar og hugurinn girntist.
Ekki má heldur gleyma fiskisæld-
inni sem var mikil við bryggjurn-
ar en besti veiðistaðurinn þó svo-
nefndir Tíkarklettar, sem stóðu
upp úr sjónum fyrir neðan Vest-
urgötu 12-14. Þarna máttufisknir
guttar eiga von á sjóbirtingi auk
venjulegs afla af kola, smáufsa og
marhnút. Allt var þetta fært heim
í pottinn - nema marhnúturinn
sem var til einskis nýtur nema til
að skyrpa upp í hann; það færði
nefnilega litla fólkinu heppni við
fiskveiðarnar.
Aðalleiksvæði barna úr Vestur-
bænum var svæðið frá Grand-
anum að Geirsbryggju Zoéga sem
mun hafa legið beint niður undan
verslun hans, en það hús er nú
veitingastaðurinn Naustið. Það
verður að hafa í huga að áður en
hafist var handa um uppfyllingu
náði sjórinn upp að götu þar sem
nú er Hafnarstræti og Vesturgata.
Þarna undu krakkar sér mál-
anna á milli frá því að fór að vora
„ÖIl börn tindu skeljar og ígulker ..."
og fram á haust. Þessi fjara verður
því vettvangur okkar, og við-
fangsefnið þau börn sem eiga fót-
spor sín undir uppfyllingunni. Til
hagræðingar skulum við afmarka
okkur í tíma við fyrsta fjórðung
þessarar aldar.
Stelpuleikir - strákaleikir
Vesturbæinn byggðu upphaflega
tómthúsmenn. Unr aldamótin
voru sjómannafjölskyldur enn í
miklum meirihluta og sjósókn og
fiskverkun aðalatvinnuvegurinn.
Þetta setti allan svip á hvcrfið.
Lífið var fiskur, og lífsyiðhorfið
og atvinnuhættirnir mótuðu leiki
barnanna þá eins og nú. Sjómenn
voru hetjur þeirra og allir strákar
áttu sér þann draum að verða
skútukallar. Langflest barnanna
áttu feður eða önnur skyldmenni
á sjónum. Synirnir urðu með
tímanum sjómenn en dæturnar
fetuðu í fótspor mæðra sinna.
Þótt uppeldið hafi eflaust falið í
sér undirbúning fyrir framtíðar-
hlutverkið og ætla mætti að
leikjaval yrði kynbundið virðist
það ekki hafa átt við að öllu leyti
um Vesturbæjarkrakka.
Stelpur og strákar léku sér oft-
ast sitt í hvoru lagi, það var lenska
hjá strákum að fyrirlíta stelpur og
telja hver öðrum trú um að þær
væru vitlausar: — „Fullorðna
fólkið getur stundum verið vit-
lausara en stelpur og beljur.“
Hóparnir blönduðust varla nema
í boltalcikjum. Báðum kynjum
var þó jafn mikilvægt að komast í
fjöruna, þar var tilveran pottþétt.
Öll börn tíndu skeljar og ígulker,
fleyttu kerlingar og sigldu heima-
tilbúnum glæsifleytum. Þau óðu
sjóinn upp í hné á bryggjunum
nánast um leið og þau lærðu að
ganga. Stelpurnar hlupu niður á
bryggju, í pilsi og ullarsokkum,
nreð færi úr tvinna og títuprjóni
og renndu fyrir fisk. Strákarnir
eignuðust með aldrinum ekta
öngul og beita beggja var oftast
hrognkelsalifur.
Það þótti víst ekki kvenlegt að
vasast í fjörunni og það voru viss
takmörk fyrir því hvað stelpurnar
máttu ganga langt. Þær þekktu
alla báta, áhafnir þeirra, ogjafnvel
56 SAGNIR