Sagnir


Sagnir - 01.04.1984, Qupperneq 66

Sagnir - 01.04.1984, Qupperneq 66
GEIR ZOÉGA ert varð úr því. Geir var maður þilskipanna og þegar blómatíma þeirra lauk settist hann í helgan stein. „Blautfiskverzlun og bróðurkærleiki“ Atvinnurekstur Geirs Zoéga sner- ist vitanlega ekki um það eitt að gera út þilskip og sækja á þeim gull í greipar Ægis. Aflann þurfti að meðhöndla á þann hátt sem er- lendir neytendur gátu sætt sig við. Fiskurinn var saltaður og þurrk- aður og síðan sendur yfir hafið til gamalgróinna neysluþjóða í Suð- ur-Evrópu. Eins og gefur að skilja var því mikið um að vera í landi á vegum Geirs Zoéga, svo um- fangsmikill sem rekstur hans var um langt skeið. Purfti jöfnum höndum góðan mannafla við verslunina og alla vinnuna við fiskinn sem var ekkert smáræði, frá því tekið var á móti honum við bryggju og þar til hann hafði verið fluttur um borð í millilandaskip fullverkaður. Geir Zoéga lét sér ekki nægja að hafa hönd í bagga með verkun þess fisks sem aflaðist á hans eigin skip. Hér á landi hafði löngum tíðkast að kaupmenn keyptu fisk óverkaðan af útvegsmönnum og sjómönnum og verkuðu síðan sjálfir. Nefndist slíkt blautfisk- verslun og færðist hún í aukana víða um land á síðustu áratugum 19. aldar. Geir Zoéga var einn þeirra sem tóku upp þennan versl- unarmáta og varð það kveikjan að einni hörðustu ádeilu sem hann varð fyrir á ferli sínum sem stór- útgerðarmaður. Pað var Gestur Pálsson, skáld með meiru, sem árið 1888 sendi frá sér bæklinginn Blautfiskverzlun og bróðurkœrleiki. Tilefnið var það að Geir Zoéga og ymsir aðrir kaupmenn í Reykjavík höfðu tekið upp þann hátt að kaupa fisk- inn nýjan af sjómönnum á róðrar- Ónýtur í landi, en full- góður á skútu. Eitt sinn heima hjá Geir, áttum við tal saman um örðugleika við mannaráðningar á fyrstu árum þilskipaútgerðarinnar, og sagði hann, að það hefði verið lélegur mannskapur, því flestir hefðu verið óvaningar nema yfir- mennirnir. Hann sagði að það hefði verið álit manna, að það væri aðeins atvinna fyrir amlóða og ónytjunga að vera „til sjós“ því það hefði verið máltækið „ónýtur í landi en fullgóður á skútu.“ (Matthías Þórðarson: Litið til baka II (1947)212). bátum, verka hann sjálfir og selja fyrir eigin reikning. Verslun þessi mun hafa orðið kaupmönnum mjög ábatasöm árið 1888 því að fiskur fór þá hækkandi í verði. Afkoma margra sjómanna var ekki betri en svo að þeir neyddust til að selja aflann jafnóðum til að geta dregið fram lífið þó að líkur væru fyrir drjúgum hærra verði ef fiskurinn væri ekki seldur fyrr en fullverkaður. í bæklingi sínum fór Gestur hörðum orðum um blautfisksöl- una og beindi spjótum sínum þá einkum að Geir Zoéga, hélt því fram að hann hefði fyrstur tekið að falast eftir blautfiski og ýmsir kaupmenn í bænum síðan fetað í fótspor hans. Sagði Gestur full líkindi vera til þess að sjómenn fengju ekki nema sáralítið fyrir fisk sinn í samánburði við það sem þeir ættu að fá og gætu fengið ef þeir söltuðu hann sjálfir, verkuðu og geymdu svo til næsta sumars: Það er sagt, að Geir Zoéga kaupmaður sé búinn að fá 500 skippund af blautum fiski. Hvað mörgum þúsundum króna hafa ekki fátæklingarnir, sem sízt mega krónurnar missa, tapað á þessum 500 skippund- um? ... Geir er líka forkólfurinn í þessari blautfisksberserkja- þvögu. Hann kvað hafa byrjað fyrstur kaupmanna í haust, en vitaskuld er það, að svo tóku aðrir upp sama sið. Það þarf ekki nema einn Geir í hverri veiðistöðu. (bls. 4—5) Ekki þarf að efast um að blaut- fiskverslunin var sjómönnum á ýmsan hátt mjög óhentug en jók gróða kaupmanna að sama skapi. Á þessum tíma höfðu kaupmenn sterk tök á viðskiptamönnum sín- um. Sjómenn og aðrir voru iðu- lega skuldugir kaupmönnum og í krafti þess gátu hinir síðarnefndu heimtað greiðslu í fiskinum nýdregnum úr sjó. Þegar sam- keppni um fiskinn harðnaði var gatan greidd fyrir blautfiskversl- unina; kaupmenn vildu tryggja sér greiðslu fyrir það sem sjó- mönnunum hafði verið lánað í verslununum. Vitanlega verður að ætla að gróðavonin hafi ráðið miklu um það að Geir Zoéga og fleiri tóku upp blautfiskverslun. Hins vegar verður að hafa í huga að vaxandi saltfiskframleiðsla á síðustu ára- tugum 19. aldar ýtti með vissum hætti undir þennan verslunar- máta. Ymsir þeir menn sem tóku að reka stórútgerð stunduðu jafn- framt verslun. Þessir menn komu sér margir upp góðri aðstöðu til að verka mikið af fiski og var alls ekki óeðlilegt þó þeir sæju sér leik á borði og tækju til verkunar þann fisk sem þeir keyptu af öðrum auk þess fisks sem veiddur var á þeirra eigin vegum. Má raunar með vissum hætti líta á blautfiskversl- unina sem dæmi um vaxandi verkaskiptingu í þjóðfélaginu á þessum tíma. Geir Zoéga var meðal þeirra sem kusu að fara þessa leið. Fyrir það sætti hann ámæli Gests Pálssonar auk þess sem ýmsir töldu sig bera skarðan 64 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.