Sagnir - 01.04.1984, Page 76
HALAVEÐRIÐ OG HEIMILI í VANDA
Hluti af skýrslu setv send var tilJjársöfnunarnefndar.
fólksins eins og þeir komu fram í
skýrslunum. Var úthlutað til 87
einstaklinga, en í þá tölu vantar
börn ekknanna. Einstæðar mæður
með flest börnin í ómegð, fengu
hæstu fjárupphæðirnar. Peir
aðstandendur er voru efnahags-
lega sjáfstæðastir fengu minnst,
eða allt niður í 200 krónur.
Við skulum líta á hagi þeirrar
konu sem fékk mest út úr
sjóðnum. Pað var stjúpmóðir eins
háseta á Leift heppna. Hann sá fyrir
henni ásamt átta börnum á aldr-
inum fjögurra til 20 ára. Fékk hún
6400 krónur.
Til þess að gera sér í hugarlund
verðmæti þessarar upphæðar, þá
má skoða framfærslukostnað
fimm manna íjölskyldu á einu ári.
Sjómenn gerðu sundurliðaða
athugun á honum árið 1923 og
fengu 5717,82 krónur á ári.
Einnig er hægt að framreikna
þessa upphæð, eftir þeirri aðferð
sem kemur fram í kaflanum hér á
undan.
Helsti ljóður á veitingu þessara
peninga, var sá að greiðslur úr
samskotasjóðnum dreifðust á
mjög langan tíma. Fyrstu upp-
hæðunum sem gengu til allra var
úthlutað í desember 1925, en
nokkrir höfðu þó áður fengið
nokkurn styrk fyrirfram, vegna
mjög bágrar afkomu. Síðustu
peningunum úr söfnuninni var
síðan ekki úthlutað fyrr en í des-
ember 1932 eða tæpum átta árum
eftir að óveðrið geisaði.
Afleiðingar slyssins
Hér hafa verið rakin sjóslysin sem
urðu í Halaveðrinu og helstu af-
leiðingar, allt frá þeim tíma er
ósköpin dundu yfir í febrúar 1925,
til þess er aðstandendur hinna
látnu fengu síðustu greiðslurnar
úr samskotunum 1932. Við höf-
um fylgst með átökum sjómann-
anna við náttúruöflin, 67 þcirra
lágu eftir á mararbotni. Þessi
mikla blóðtaka kom verst við þá
fjölmörgu ættingja þeirra sem að
einhverju leyti höfðu haft stuðn-
ing þeirra til framfærslu.
Afleiðingar slyssins voru að
konur sjómanna og börn voru illa
á vegi stödd, en þó hafa þeir for-
eldrar sjómannanna sem áttu
74 SAGNIR