Sagnir - 01.04.1984, Side 80
FAXI, SAGA UM SÍLDARVERKSMIÐJU
FAXI,\SAGA UM SÍLDAR
VERKSMIÐJU
!
Við tökum leið 2, Grandi-Vogar. Fyrir framan Bæjarútgerðina förum við út. Síðan
göngum við norður Grandann, framhjá Kaffivagninum, Slysavarnarfélaginu og vöru-
geymslum skipafélaganna. Pegar gámaraðirnar eru að baki blasa við stórir tankar og
þyrping af húsum. Sum húsanna eru nýleg, önnur virðast nokkuð við aldur. Eitt húsanna
vekur sérstaklega athygli okkar, það er gamalt hús, fimm hæða, aðalverksmiðjuhús
Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar hf. Það er hús sem á sér langa sögu.
Á árunum 1947-1948 vantaði
síldarverksmiðjur í Reykjavík.
Suðurlandssíldin hafði gert stans
í Hvalfirðinum og í nágrenni
Reykjavíkur. Athafnamenn bæj-
arins klæjaði í lófana, bæjaryfir-
völd klæjaði í lófana og ræddu
málið fram og aftur á fundum og
hinn sauðsvarta almúga klæjaði í
lófana og sá fram á betri tíð. Alla
klæjaði. 14. janúar 1948 er því
mikilvægur dagur í síldaralman-
aki Reykjavíkurbæjar. Það er
dagurinn þegar Richard lagði
fram skýrsluna.
Richard Thors var framkvæmd-
arstjóri eins stærsta útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækis á landinu,
hf. Kveldúlfs. í skýrslunni var
sagt frá nýrri vinnsluaðferð við
bræðslu á síld, sem fólst meðal
annars í forþurrkun síldarinnar og
öðrum tæknibrellum sem ekki
verður sagt frá hér. Þessi vinnslu-
aðferð var ættuð frá Noregi og í
daglegu tali nefnd „norska aðferð-
in“. f skýrslunni kom fram að
þessi aðferð væri mun árangurs-
ríkari cn fyrri aðferðir. Hráefnis-
nýting yrði betri mcð „norsku
aðferðinni" og umhverfisspjöll
minni, mjölið betra, kostnaður-
inn minni og gróðinn meiri. Það
var því ekki að ástæðulausu að
bæjarbúar spyrðu: „Er þetta ekki
einmitt síldarverksmiðjan sem
okkur vantar?"
„Jú“ sögðu bæjarfulltrúar. Á
78 SAGNIR