Sagnir - 01.04.1984, Side 81

Sagnir - 01.04.1984, Side 81
FAXI, SAGA UM SÍLDARVERKSMIÐJU bæjarstjórnarfundi 15. apríl 1948, þegar „norska aðferðin“ hafði verið kunn opinberlega í þrjá mánuði var samþykkt að bærinn gengi til samstarfs við hf. Kvcld- úlf um byggingu og rekstur síld- arverksmiðju sem framleiddi mjöl og lýsi eftir uppskrift skýrsl- unnar. Ekki var setið við orðin tóm. Undirbúningur hófst af fullum krafti þegar í apríl, for- stöðumenn fóru til útlanda og verkamenn byrjuðu að merkja og mæla, saga og smíða. Stefnt skyldi að gangsetningu fyrir næstu áramót. í byrjun október 1948 var hald- inn stofnfundur hins nýja félags. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri hóf fundinn með því að leggja fram fclagasamning. Samkvæmt honum átti bærinn 3/5 hluta stofnfjárins eða 2.100.000,- en Kveldúlfur 2/5 hluta eða 1.400.000,-. Borgarstjóri gerði því næst grein fyrir hvcrjir hefðu verið tilnefndir í stjórn fyrirtækis- ins. Guðmundur Ásbjörnsson bæjarstjórnarforseti, Einar Ol- geirsson alþingismaður og Jón ^Axel Pctursson bæjarfulltrúi voru í stjórninni fyrir hönd bæjar- nis cn Richard Thors forstjóri og Haukur Thors forstjóri fyrir hönd hf. Kveldúlfs. Richard Thors var kjörinn formaður stjórnarinnar. Ákveðið var að táða Svein S. Einarsson, verk- fræðing, framkvæmdarstjóra Télagsins, en Sveinn var starfs- maður hjá Kveldúlfi og hafði farið víða að kynna sér síldarvinnslu. Á fundinum var rætt um >.norsku aðferðina“,nýju vélarnar °8 undirbúning og framkvæmd- lr- Verksmiðjuna skyldi reisa í Orfirisey, við Reykjavíkurhöfn. Áætlaður stofnkostnaður var 10- 12 milljónir. Verksmiðjan átti að 8eta unnið úr 675 tonnum af síld á hverjum sólarhring, en afforsjálni Var gert ráð fyrir að hana mætti stækka í áföngum, þannig að hún framleiddi úr 2700 tonnum á sól- arhring. „Faxi“ skyldi fyrirtækið heita. Sveinn S. Einarsson verkfrœðingur var ráðinnframkveeindastjóri síldarverk- smiðjunnar Fa.xa. Gengisfelling, verkföll og veðurfar Lukkuhjólið snerist rangsælis þennan vetur. Veður hamlaði framkvæmdum og verkföll bættu gráu ofan á svart. í októberlok 1948 var ekki enn farið að bóla á síldinni. Bátarnir biðu átekta, sigldu út annað slagið, hringsól- uðu um flóann, hnusuðu en fundu enga síld. í nóvember fundust nokkrar síldar, en síðan varla söguna meirnæsta áratuginn. Um þetta háttalag síldarinnar vissu framkvæmdarmennirnir í Or- firiseynni ekkert árið 1948 og því var haldið áfram að smíða. Áætl- anir um að verksmiðjan yrði til- búin til vinnslu um áramótin brugðust. Árið 1949 miðaði einnig hægt. í árslok það ár þótti ástæða til að taka kostnaðaráætl- unina til lítilsháttar endurskoðun- ar. Talið var að kostnaðurinn myndi líklega aukast nokkuð, trúlegt væri að fullbyggð kostaði verksmiðjan 16.000.000,- en ekki 10-12.000.000,- eins og áður var áætlað. Ári síðar, seinni part árs 1950 var Faxaverksmiðjan talin fullbyggð. Enn hafði tognað úr kostnaðinum, 19.500.000,- var hann orðinn, að viðbættum 6.000.000,- vegna gengisbreyt- inga. Og einu ári síðar, þegar prófanir og endurbætur höfðu farið fram voru enn komnar nýjar kostnaðartölur, nú hærri en nokkru sinni fyrr, 27.900.000,- Ástæður síhækkandi kostnaðar voru taldar meðal annars áður- nefnd vcrktoll og slæmt veðurfar fyrsta byggingarárið, kostnaður vegna öryggis- og brunavarnar- kerfis sem ekki var reiknað með í upphafi, gengisbreytingar og loks kostnaður við að breyta verk- smiðjunni þannig að hægt væri að vinna úr öðru hráefni en síld. Höll handa sjö síldum Hvernig reyndist verksmiðjan? Var „norska aðferðin" eins góð og um var rætt í upphafi? Gat verk- smiðjan brætt 5000 mál á sólar- hring? Þetta eru erfiðar spurning- ar, því í byrjun árs 1952, þegar verksmiðjan hafði starfað í um það bil citt ár, hafði hún aðeins brætt 13.000 tonn af fiski eða sem samsvaraði 20 daga afköstum. Þar af var aðeins lítill hluti síld, engin raunveruleg reynsla fékkst því af starfsemi Faxaverksmiðjunnar né af „norsku aðferðinni". Þrátt fyrir þessa slæmu tíð voru stjórnendur verksmiðjunnar bjartsýnir á framtíðina. En svo var ekki um alla. Þórður Björnsson bæjarfulltrúi var einn hinna efagjörnu. Hann lagði í nóvember 1952 fram spurninga- lista í níu liðum um fjármál og framkvæmdir Faxaverksmiðj- unnar. Svörin bárust skömrnu síðar. Þar segir að hráefnisnýting hjá verksmiðjunni, þann tíma sem hún starfaði, hefði verið mun betri en hjá öðrum verksmiðjum í landinu. Mjölið væri betra, hvít- ara, eggjahvítuauðugra og fitu- SAGNIR 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.