Sagnir - 01.04.1984, Síða 82

Sagnir - 01.04.1984, Síða 82
FAXI, SAGA UM SÍLDARVERKSMIÐJU minna. Raunar var látió að því liggja í svarinu að „norska aðferð- in“ væri það árangursrík að vel mætti framleiða í verksmiðjunni mjöl til manneldis. Lýsi verk- smiðjunnar þótti reyndar lakara en annað lýsi, en það virtist ekki verulegt vandamál, með viðbót- artækjabúnaði mætti ráða bót á því. Reyndar hafði komið í ljós við rannsóknir á lýsinu að í því leyndist mjög verðmætt efnasam- band sem ekki fyndist í líku magni í neinu öðru lýsi og hreint væri það margfalt verðmætara en lýsið sj^lft. Eftirspurn eftir þessu efni væri mjög mikil úti í heimi. Þrátt fyrir hráefnisskortinn var því ekki að heyra neitt svartnættisraus frá stjórnendum Faxaverksmiðj- unnar veturinn 1952. Erfíðlcikar verksmiðjunnar stöfuðu að mestu leyti af hráefnis- skorti. Síldarleysið vó þar þyngst, en einnig almenn aflatregða, eftir að verksmiðjan var tilbúin til að taka við ýmsu öðru hráefni en síld til bræðslu. Stjórnendur verksmiðjunnar kvörtuðu sáran undan því að togarar bæjarins lönduðu afla sínum í öðrum höfnum. Einnig bentu þeir á að frystihúsin í bænum létu fiskimjölsverksjniðj- una á Kletti ganga fyrir um fiskúr- gang þar sem flest frystihúsin væru þar meðeigendur. Forsvars- menn Faxaverksmiðjunnar bentu á að lausnin á þessum vanda væri að leysa sem fyrst tæknileg vand- kvæði á að nýta þá „gífulegu síld- argengd“ sem þeir töldu sig hafa fulla vissu fyrir að héldi sig árlega mánuðum saman við suðvestur- strönd landsins. Ýmsar hugmyndir skutu upp kollinum, um það hvernig nota mætti verksmiðjuna meðan beðið væri eftir síldinni. Vinnsla á hval, frekari vinnsla á efninu leyndar- dómsfulla sem áður var getið og reyndist vera kólesteról, hug- myndir um framleiðslu á mjöli og lýsi úr jurtakjörnum og síðast en Auglýsingabœklingurfyrir manneldis- mjöliðfrá Faxaverksmiðjunni. Bœkling- urinn er prentaður í litum á tveimur tungumálum, frönsku og ensku. ekki síst hugmynd sem var stærri í sniðum en flestar aðrar. Ef hver svertingi borðaði eitt gramm þá... í maí 1953 var haldinn fundur á vegum FAO, Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn var haldinn í Hull í Englandi og þar skyldi rætt um nýtingu á sjávarafurðum í þágu fátækra landa. Einn fund- armanna var Sveinri Einarsson, framkvæmdarstjóri Faxaverk- smiðjunnar. Af fundinum fór Sveinn til Parísar og hitti þar fyrir Harald Kröyer, sendiráðsritara. í fylgd Haralds hófst mikil ganga um Parísarborg til kynningar á Faxamjöli til manneldis. Fyrst var farið í nýlendumálaráðuneytið, þaðan til forstjóra deildar vísinda- legra rannsókna í lyfjadeild heil- brigðismáladeildar nýlendumála- ráðuneytisins, loks úr frumskógi ráðuneytanna til verslunarfyrir- tækja og trúboðastöðva. Haraldur sagði í skýrslu sinni um málið: Ollum þeim sem við ræddum við þótti það sérstaklega athyglisvert að í fyrsta lagi hefði manneldismjölið tvisvar sinnum hærra eggjahvítuinni- hald en mjólkurduft og auk þess væri það svo fitusnautt, að vænta mætti stórum betri geymsluhæfni. Dr. Garsin í deild vísindalegra rannsókna lagði til að Sveinn léti prenta kynningarbæklinga og senda til sín. Hann myndi síðan sjá um dreifingu þeirra til lækna í frönsku nýlendunum og einnig um pöntun og dreifingu á sýnis- hornum af Faxamjölinu. Horfur í dreifingar- og markaðsmálum voru því góðar, en hvernig var ástatt heima á íslandi? í skýrslu sinni segir Sveinn: Málið stendur þannig í dag, að tæknilegir möguleikar eru fyrir hendi til þess að framleiða manneldishæft fiskimjöl úr heilum fiski t.d. ísfiski úr tog- urum. Ennfremur kom frarn að Sveinn taldi „mjög ákveðnar líkur“ á að hægt væri að framleiða mjölið úr fiskúrgangi. Hér virtist kjörið tækifæri. Reyndar voru mörg ljón á veginum, það gerðu stjórnendur verksmiðjunnar sér ljóst, en eftir miklu var að slægjast. Um það segir Sveinn: Það sýnast því möguleikar á því að hægt sé að vinna hinar verðlægri fiskitegundir á þennan hátt með mjög góðum hagnaði og við fiskúrgangs- vinnslu á þennan hátt sýnist hagnaðarvonin meiri en við nokkra aðra framleiðslu, sem 80 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.