Sagnir - 01.04.1984, Page 83
FAXI, SAGA UM SÍLDARVERKSMIÐJU
Á myndinnisést síldarbingurágamla Framvellinum. Pegar ekki var rýmifyrirsíldina
iþróm eða jlutningatækjum, varhenni ekið tilgeymslu á Framvöllinn.
til greina hefur komið fyrir
verksmiðjuna, að síld meðtal-
inni.
Forlögin ætluðu Faxaverk-
smiðjunni ekki mikilvægt
hlutverk. Ekkert varð úr fram-
leiðslu á manneldismjöli.
Sjö síldarlaus ár að baki,
önnur sjö í aðgerðaleysi
framundan
Biðlund og bjartsýni endast ekki
til eilífðar. í sjö vetur hefur síldin
brugðist, segir Sveinn í skýrslu
1955. Verksmiðjan hefur nú ekki
lengur þá yfirburði sem áður og
viðkvæm tæki og búnaður eru í
hættu. Sveinn telur að nú sé tíma-
mótaákvörðunár þörf í málefnum
verksmiðjunnar. Öll frystihús í
Reykjavík séu orðin nokkuð
gömul og ekki sniðin að þörfum
nýtískutogara. Nú sé tækifærið,
Faxaverksmiðjunni skuli breytt í
nýtískuhraðfrystihús. I skýrsl-
unni cru kostir þessarar hug-
myndar tíundaðir. Kostnaður við
breytingar er talinn verða
9.500.000,-. Rekstrarafkoma er
þó talin tryggð og ekki aðeins
það,
heldur sýnast góðar líkur fyrir
því að hægt væri á tiltölulega
fáum árum að borga niður allan
stofnkostnað Faxaverksmiðj-
unnar til þessa.
En hugmyndin fékk ekki náð
fyrir augum bæjaryfirvalda. Enn
einu sinni þurfti að stinga stórri
hugsmíð ofan í skúffu.
Faxaverksmiðjan átti ekki við-
burðaríkan feril framundan. Við-
kvæmum tækjabúnaði var pakkað
niður. Ymis fyrirtæki fengu
afnotarétt af húsnæðinu, vélar og
tæki voru lánuð og leigð. Til-
raunir voru gerðar til að selja
fyrirtækið að hluta eða öllu leyti.
í mars 1962 var gerð samþykkt í
bæjarstjórn þess efnis að skipuð
yrði skilanefnd og félaginu slitið.
Að lokum fannst kaupandi, fyrir-
tækið sem nú rekur blómlega at-
vinnu í gömlu Faxaverksmiðj-
unni, Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjan hf.
Prentaðar heimildir:
B>avíð Ólafsson: „Sjávarútvegur-
inn 1947“ Ægir apríl-júní 1948
öavíð Ólafsson: „Sjávarútvegur-
inn 1948“ Ægir ágúst-september
1949
Morgunblaðið, janúar 1948.
Vísir, janúar 1948.
Þjóðviljinn, janúar 1948.
Óprentaðar heimildir:
Borgarskjalasafn Reykjavíkur.
Bréf bæjarstjórnar 1947-1954
aðf.nr. 3773.
Faxi sf 1947-1956 aðf.nr. 20011.
Fundargerðabók Faxa 1948-1962.
Faxi sf 1957-1964 aðf.nr. 20012.
SAGNIR 81