Sagnir - 01.04.1984, Page 85

Sagnir - 01.04.1984, Page 85
ÆVINTÝRI HÆRINGS GAMLA Fleiri bræðslur - fleiri bræðslur Það er ársbyrjun 1948, síldin vað- andi og aðeins fjórar litlar síldar- bræðslur á Faxaflóasvæðinu, Akranesi, Hafnarfirði, Njarðvík og Keflavík, sem afkasta ekki nema rúmum 400 tonnum á sól- arhring. Pað er varla nokkurt vit að sitja aðgerðarlaus, aflinn í fyrra af Suðurlandssíld var um 75 þús- und tonn og hann veiddist á skömmum tíma. Á þessu ári stefnir í nretafla og engin bræðsla er í Reykjavík. Útvegsmenn hafa líka tekið við sér, enda tclja þeir sig sjá franr á að ekki verði nokkur leið fyrir bræðslurnar að vinna úr allri þeirri síld sem berst á land. Þegar er búið að ákveða að drífa í að stækka verksmiðjurnar, sem fyrir eru og byggja auk þess nýjar við Köllunarklett í Reykjavík og í Hvalfirði, þannig að fyrir lok árs- íns verði hægt að vinna úr u.þ.b. tvö þúsund tonnum á sólarhring. Samkvænrt áætluninni á aðeins ein þessara verksmiðja að vera í Reykjavík. Pað hlýtur að vekja spurningar, auk þess sem ekki er sjálfsagt að fyrirhuguð stækkun Se nægileg. Bæjarstjórnin í Reykjavík ákveður að kanna þetta nanar og fær til þess helstu útgerð- ^rstórlaxana í bænum, þá Svein Benediktsson formann stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins, Ingvar Vdhjálmsson forstjóra ísbjarnar- ’ns, Jón Axel Pétursson forstjóra Bæjarútgerðar Reykjavíkur og Jakob Hafstein framkvæmda- stjóra LÍÚ. Auk þeirra eru í nefndinni, Jóhann Hafstein bæjar- fulltrúi og alþingismaður og Þor- varður Björnsson yfirhafnsögu- rnaður í Reykjavík. Liðið er á janúar 1948, þegar nefndin skilar niðurstöðum: Við reljuna að bæjarstjórnin eigi að beita sér fyrir því að mynda hluta- úlag um síldarverksnriðju í skipi sem geti unnið úr allt að 10 þús- und málum á sólarhring (1350 tonn) af síld. Til eru vélar í land- inu sem Óskar Halldórsson útgerðarmaður á. Það er höfuð- kostur við svona verksmiðju, að hana verður bæði hægt að nota til að vinna úr Faxaflóasíldinni á vet- urna og á sumarvertíð fyrir norðan. Sveinn Benediktsson útgerðarmaður var einn helsti hvatamaður að stofnun Hœrings. Undir lok janúarmánaðar sam- þykkir bæjarstjórnin að hrinda til- lögum síldarbræðslunefndarinnar í framkvæmd. Ákveðið er að stofna hlutafélag með þátttöku Reykjavíkurbæjar, Síldarverk- smiðja ríkisins, hlutafélagsins Hafsíldar, sem útgerðarmenn stofnuðu í þessu skyni og loks Óskars Halldórssonar, sem leggur til bræðsluvélarnar í skipið. Hlutafélagið er formlega stofnað þann 12. febrúar og hlýtur nafnið Hæringur. Hlutaféð er 5 milljónir og á hver sinn fjórðung. Vestur í Buffalo Það var vestur í Bandaríkjunum árið 1903, nánar tiltekið í borginni Buffalo við Vötnin miklu, að verkamenn hleyptu afstokkunum tæplega 7 þúsund lesta skipi, 390 feta á lengd og 50 feta á breidd. Lífshlaup þess er ókunnugt að öðru leyti en því, að nokkru fyrir seinni heimsstyrjöldina virðist sem skipinu hafi verið lagt eftir langa og dygga þjónustu, en tekið til handargagns á ný árið 1943 þegar ameríska herinn vantaði skip og lagfært mikið. Að stríðinu loknu var Duluth, eins og skipið hét þá, verkefnalaust og beið nýrra starfa í Portland á Kyrra- hafsströnd Bandaríkjanna. Ymsir sýndu áhuga á að fá Duluth í sína þjónustu og varð ítalskt skipafé- lag loks hlutskarpast. Duluth horfði fram á ljúfa daga við Ítalíu- strendur en svo breyttist allt, ítalir gátu ekki staðið í skilurn og samn- ingunum var rift. Áðurgreind síldarbræðslu- nefnd lagði nú til að þetta skip yrði keypt, samkvæmt ráðum Jóns Gunnarssonar verkfræðings. Hann og fleiri höfðu skoðað skipið og talið skrokk þess í ágætu ásigkomulagi, enda hefði það alið nánast allan aldur sinn í ósöltu vatni og tærðist því minna en ella. Talið var að skipið gæti enst í 15 ár án verulegs viðhalds, og mundi kosta, komið hingað til lands með ýmsum aukabúnaði, um 3 mill- jónir króna, en um 5,5 milljónir eftir að búið væri að koma síldar- bræðsluvélunum fyrir í skipinu. Stjórn Hærings komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að taka þessu tilboði, Duluth er snúið á norðurslóðir og verður eins og aðrir innflytjendur hingað til lands að skipta um nafn. Hinn nýi húsbóndi ákveður að skírt skuli í höfuðið á sér, Hæringur skal það heita. Ódaunn og aldursmörk Hæringur er ekki lengur á ferm- ingaraldri, en samkvæmt íslensk- um reglum má ekki flytja inn til landsins eldri skip en 12 ára gömul. Húsbændur hans fá SAGNIR 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.