Sagnir - 01.04.1984, Blaðsíða 85
ÆVINTÝRI HÆRINGS GAMLA
Fleiri bræðslur - fleiri
bræðslur
Það er ársbyrjun 1948, síldin vað-
andi og aðeins fjórar litlar síldar-
bræðslur á Faxaflóasvæðinu,
Akranesi, Hafnarfirði, Njarðvík
og Keflavík, sem afkasta ekki
nema rúmum 400 tonnum á sól-
arhring. Pað er varla nokkurt vit
að sitja aðgerðarlaus, aflinn í fyrra
af Suðurlandssíld var um 75 þús-
und tonn og hann veiddist á
skömmum tíma. Á þessu ári
stefnir í nretafla og engin bræðsla
er í Reykjavík.
Útvegsmenn hafa líka tekið við
sér, enda tclja þeir sig sjá franr á að
ekki verði nokkur leið fyrir
bræðslurnar að vinna úr allri
þeirri síld sem berst á land. Þegar
er búið að ákveða að drífa í að
stækka verksmiðjurnar, sem fyrir
eru og byggja auk þess nýjar við
Köllunarklett í Reykjavík og í
Hvalfirði, þannig að fyrir lok árs-
íns verði hægt að vinna úr u.þ.b.
tvö þúsund tonnum á sólarhring.
Samkvænrt áætluninni á aðeins
ein þessara verksmiðja að vera í
Reykjavík. Pað hlýtur að vekja
spurningar, auk þess sem ekki er
sjálfsagt að fyrirhuguð stækkun
Se nægileg. Bæjarstjórnin í
Reykjavík ákveður að kanna þetta
nanar og fær til þess helstu útgerð-
^rstórlaxana í bænum, þá Svein
Benediktsson formann stjórnar
Síldarverksmiðja ríkisins, Ingvar
Vdhjálmsson forstjóra ísbjarnar-
’ns, Jón Axel Pétursson forstjóra
Bæjarútgerðar Reykjavíkur og
Jakob Hafstein framkvæmda-
stjóra LÍÚ. Auk þeirra eru í
nefndinni, Jóhann Hafstein bæjar-
fulltrúi og alþingismaður og Þor-
varður Björnsson yfirhafnsögu-
rnaður í Reykjavík.
Liðið er á janúar 1948, þegar
nefndin skilar niðurstöðum: Við
reljuna að bæjarstjórnin eigi að
beita sér fyrir því að mynda hluta-
úlag um síldarverksnriðju í skipi
sem geti unnið úr allt að 10 þús-
und málum á sólarhring (1350
tonn) af síld. Til eru vélar í land-
inu sem Óskar Halldórsson
útgerðarmaður á. Það er höfuð-
kostur við svona verksmiðju, að
hana verður bæði hægt að nota til
að vinna úr Faxaflóasíldinni á vet-
urna og á sumarvertíð fyrir
norðan.
Sveinn Benediktsson útgerðarmaður var
einn helsti hvatamaður að stofnun
Hœrings.
Undir lok janúarmánaðar sam-
þykkir bæjarstjórnin að hrinda til-
lögum síldarbræðslunefndarinnar
í framkvæmd. Ákveðið er að
stofna hlutafélag með þátttöku
Reykjavíkurbæjar, Síldarverk-
smiðja ríkisins, hlutafélagsins
Hafsíldar, sem útgerðarmenn
stofnuðu í þessu skyni og loks
Óskars Halldórssonar, sem
leggur til bræðsluvélarnar í
skipið. Hlutafélagið er formlega
stofnað þann 12. febrúar og hlýtur
nafnið Hæringur. Hlutaféð er 5
milljónir og á hver sinn fjórðung.
Vestur í Buffalo
Það var vestur í Bandaríkjunum
árið 1903, nánar tiltekið í borginni
Buffalo við Vötnin miklu, að
verkamenn hleyptu afstokkunum
tæplega 7 þúsund lesta skipi, 390
feta á lengd og 50 feta á breidd.
Lífshlaup þess er ókunnugt að
öðru leyti en því, að nokkru fyrir
seinni heimsstyrjöldina virðist
sem skipinu hafi verið lagt eftir
langa og dygga þjónustu, en tekið
til handargagns á ný árið 1943
þegar ameríska herinn vantaði
skip og lagfært mikið. Að stríðinu
loknu var Duluth, eins og skipið
hét þá, verkefnalaust og beið
nýrra starfa í Portland á Kyrra-
hafsströnd Bandaríkjanna. Ymsir
sýndu áhuga á að fá Duluth í sína
þjónustu og varð ítalskt skipafé-
lag loks hlutskarpast. Duluth
horfði fram á ljúfa daga við Ítalíu-
strendur en svo breyttist allt, ítalir
gátu ekki staðið í skilurn og samn-
ingunum var rift.
Áðurgreind síldarbræðslu-
nefnd lagði nú til að þetta skip
yrði keypt, samkvæmt ráðum
Jóns Gunnarssonar verkfræðings.
Hann og fleiri höfðu skoðað
skipið og talið skrokk þess í ágætu
ásigkomulagi, enda hefði það alið
nánast allan aldur sinn í ósöltu
vatni og tærðist því minna en ella.
Talið var að skipið gæti enst í 15 ár
án verulegs viðhalds, og mundi
kosta, komið hingað til lands með
ýmsum aukabúnaði, um 3 mill-
jónir króna, en um 5,5 milljónir
eftir að búið væri að koma síldar-
bræðsluvélunum fyrir í skipinu.
Stjórn Hærings komst að þeirri
niðurstöðu að rétt væri að taka
þessu tilboði, Duluth er snúið á
norðurslóðir og verður eins og
aðrir innflytjendur hingað til
lands að skipta um nafn. Hinn nýi
húsbóndi ákveður að skírt skuli í
höfuðið á sér, Hæringur skal það
heita.
Ódaunn og aldursmörk
Hæringur er ekki lengur á ferm-
ingaraldri, en samkvæmt íslensk-
um reglum má ekki flytja inn til
landsins eldri skip en 12 ára
gömul. Húsbændur hans fá
SAGNIR 83