Sagnir - 01.04.1984, Page 93
SYNT OG SVAMLAÐ
SJQR\NN OHRBNN
ÓHÆ-FUR TIL
HmBWGÐ\StH\RW'ö
iÍM
ÍWfM.
Notið sjóinn og sólskinið
Þótt nýárssundin legðust af héldu
sundmótin að sumarlagi áfram af
fullum krafti úti í Örfirisey. En
þar syntu ekki bara íþróttamenn,
því að á góðviðrisdögum var það
vinsælt, einkum meðal barna og
unglinga, að fara út í eyjuna og
svamla í sjónum. í Speglinum
1930 getur að líta þessa heillandi
lýsingu:
— Á þessari eyju er sunnu-
dagsskemmtistaður bæjarbúa
og þar er hinn frægi baðstaður
og baðhúsin eru prýdd vel
gjörðum myndum og fögrum
kvæðum - einkum um ást.
Myndirnar eru flestar eftir
óþekkta snillinga, er hafa feng-
ið listgáfu ítala í blóðið og ber
mest á því, sömuleiðis eru þeir
smitaðir af Rubens, ef tekið er
tillit til hinna feitlögnu kven-
mannskroppa, sem á veggjum
baðhússins má stundum sjá.
(Spegillinn, 30. ág. 1930)
Nauthólsvík í maí 1970. Texti skiltisins er enti ígildi.
anna. Á hverju vori var föstum
sundmörkum komið fyrir með 50
metra millibili í flæðarmálinu og
þarna voru kappsund háð uns
Sundhöll Reykjavíkur tók til
starfa 1937.
Nýárssundið í höfninni var líka
endurvakið 1922. Bróðir Erlings,
Jón Pálsson sigraði á tímanum
37,2 sekúndum og árið eftir sigr-
aði hann einnig. En núna gætti
nokkurra efasemda um ágæti slíks
vetrarsunds; Morgunblaðið sagði:
Mjög virðist misráðið að
halda kappsundið að vetrinum
til og sundlistinni lítill hagur af
slíkum mótum sem allra hluta
vegna ætti að halda að sumar-
lagi. (Morgunblaðið, 5. jan.
1923)
Hvað svo sem því hefur ráðið,
„áhrifamáttur fjölmiðlanna" eða
annað, Morgunblaðinu varð að
ósk sinni, nýárssundin urðu ekki
fleiri.
En það voru ekki bara óþekktir
snillingar sem lögðu leið sína út í
eyju. Kona ein minnist þess, að á
æskuárum sínum horfði hún með
hrollblandinni hneykslan á Þór-
berg Þórðarson - í Adams-
klæðum - gera Möllersæfingar í
flæðarmálinu og leggjast svo til
sunds. Þetta gerði Þórbergur oft
á þriðja, fjórða og fimmta ára-
tugnum. En hvort heldur það var
hæverska eða sérviska sem því
olli, þá synti hann frá þeirn parti
strandarinnar er veit að Engey en
ekki í krikanum vestanmegin,
eins og aðrir.
Þótt meistari Þórbergur héldi
lengi tryggð við Örfirisey var
ekki svo með alla. Vinsældir
eyjarinnar fóru minnkandi á
fjórða áratugnum. Eins og fyrr
hefur verið getið tók Sundhöllin
til starfa 1937 og fluttist sund
íþróttafélaganna þangað. Og á
þessurn árum mátti öðru hverju
sjá í dagbók Morgunblaðsins
hvatningu til lesenda um að „nota
sjóinn og sólskinið.“ Margir tóku
áskorun blaðsins, fóru með
strætó suður í Skerjafjörð og
syntu og sóluðu sig í fjörunni hjá
Shell. Hinn nýi staður bauð upp á
betri sand og skjól.
Síðari heimsstyrjöldin og flug-
vallarframkvæmdir breska her-
liðsins stöðvuðu sund Reykvík-
inga í firðinum, en er stríðinu
lauk, tóku þeir aftur til við að nota
sjóinn og sólskinið og nú í Naut-
hólsvík, því víkin er sérdeilis
skjólgóð og sandurinn fallegur.
Sumir notuðu sjóinn, aðrir not-
uðu sólskinið, börnin notuðu
sandinn, þarna gat oft á að líta
SAGNIR 91