Sagnir - 01.04.1984, Side 97
ÍSTAKA Á TJÖRNINNI
stíl, því slátrað og kjötið fryst. Þá
voru keyptar til frystingar tals-
verðar birgðir af góðfiski. Þessar
afurðir voru svo seldar neyt-
endum eftir hendinni eins og hver
þurfti og hafði efni á. Það er því
óhætt að fullyrða að auk þess að
hafa á boðstólum ferska beitu
fyrir flotann hafi hér verið mörk-
uð nokkur tímamót í mataræði
bæjarbúa. Að eiga nú kost á
frystum matvælum frá hausti til
vors auk hins venjulega salt-, súr-
og harðmetis var ckki svo lítið
búsílag.
íshúsum Qölgar. ísfiskur
og siglingar
Þegar brautin hafði verið rudd var
ekki við öðru að búast en aðrir
kæmu á eftir. Skömmu fyrir alda-
mótin hóf einn athafnasamasti
útgerðamaður skútualdar, Geir
Zoéga, íshúsrekstur. Stóð það hús
á Geirstúni þar sem nú er Ránar-
gata 1, og næstu áratugi bættust
fleiri við.
Á flötinni skammt suður af
styttu Ólafs Thors stendur önnur
sem lætur minna yfir sér. Er það
lítill björn á stalli, vináttuvottur
frá Berlínarbúum. Á þeim stað
hafði lyfsali hér í bæ, Lund að
nafni, fengið leyfi til að reisa lýsis-
hreinsunarstöð sem var illa séð,
því lýsisbræluna lagði yfir Tjarn-
tsbjöminn. ThorJensen lét byggja þetta
glœsilega íshús áfyrsta áratug aldarinnar.
argötuna þar sem helstu em-
bættismenn landsins áttu heima.
Árið 1905 keypti Thor Jensen
þessa stöð og fékk leyfi til að
byggja á sama stað íshús með því
skilyrði að fjarlægja stöðina. Reis
þar hin glæsilegasta íshúsbygging
sem fékk nafnið „Isbjöminn".
Þegar Thor gerðist hluthafi í Mill-
jónafélaginu 1907 gekk íshúsið
ásamt ýmsum öðrum eigum hans
til þess félags.
Eins og áður sagði var „ísbjörn-
inn“ hið glæsilegasta hús og átti
Thor eftir að fá skammir fyrir það
frá félagsstjórn Milljónafélagsins
í Kaupmannahöfn. Ekki hafði
verið hægt að ganga fullkomlega
frá húsinu fyrr en á árinu 1908.
Rekstur Milljónafélagsins hafði
gengið brösulega og hingað var
sendur sérlegur endurskoðandi,
Wellendorff að nafni. í skýslu
hans til stjórnarinnar voru þeir
Pétur Thorsteinsson og Thor
ásakaðir fyrir bruðl. Meðal annars
var fundið að því hvað „ísbjörn-
inn“ væri stór og mikið skraut-
hýsi. í ævisögu sinni gerði Thor
grein fyrir rökum sínum á svo-
felldan hátt:
Úr því ég byggði íshús þarna
rétt framan í höfðingjunum á
einum fegursta stað í bænum,
gat ég ekki hugsað mér að vera
svo smásmugulegur að ganga
frá því eins og argasta kumb-
alda. En skreyting hússins, sem
gerði það að verkum, að Well-
endorff kallaði það byggt í
„villu“-stíl, hafði ekki kostað
nema 1000 krónur.
Snemma á öðrum áratugnum
færði svo „ísfélagið við Faxaflóa“
út kvíarnar með íshúsinu við
Tjarnargötu þar sem nú er Tjarn-
arbær. Hann hefur um nokkurt
skeið verið í eigu Háskólans og
bæði verið notaður til kennslu og
annarrar menningarstarfsemi.
Loks er að nefna íshúsið
„Herðubreið" við Fríkirkjuveg 7.
Bygging hússins hófst á árinu
1916. Hét fyrirtækið fullu nafni
„íshús- og fiskveiðihlutfélagið
„Herðubreið““. Fyrstu stjóm þess
skipuðu þrír hluthafar: Þórður
Bjamason formaður, Carl Proppé
og Carl Olsen, allir kaupmenn.
Margir minnast þessa húss af öðru
tilefni því þar var um árabil rekinn
einn af vinsælli skemmtistöðum
ungu kynslóðarinnar, Veitinga-
húsið Glaumbær. Nú hefúr Herðu-
breið verið ætlað nýtt og merki-
legt hlutverk að hýsa Listasafn
íslands. Það er gaman til þess að
vita að þau tvö íshús sem eftir
standa skuli hafa fengið ný hlut-
verk sem tengjast menningu og
menntun íslensku þjóðarinnar
því hvort tveggja hefði orðið mun
fáskrúðugra ef útvegur og fisk-
vinnsla hefði ekki malað þjóðinni
gull.
Þegar líða tók á fyrsta áratug
SAGNIR 95