Sagnir


Sagnir - 01.04.1984, Qupperneq 97

Sagnir - 01.04.1984, Qupperneq 97
ÍSTAKA Á TJÖRNINNI stíl, því slátrað og kjötið fryst. Þá voru keyptar til frystingar tals- verðar birgðir af góðfiski. Þessar afurðir voru svo seldar neyt- endum eftir hendinni eins og hver þurfti og hafði efni á. Það er því óhætt að fullyrða að auk þess að hafa á boðstólum ferska beitu fyrir flotann hafi hér verið mörk- uð nokkur tímamót í mataræði bæjarbúa. Að eiga nú kost á frystum matvælum frá hausti til vors auk hins venjulega salt-, súr- og harðmetis var ckki svo lítið búsílag. íshúsum Qölgar. ísfiskur og siglingar Þegar brautin hafði verið rudd var ekki við öðru að búast en aðrir kæmu á eftir. Skömmu fyrir alda- mótin hóf einn athafnasamasti útgerðamaður skútualdar, Geir Zoéga, íshúsrekstur. Stóð það hús á Geirstúni þar sem nú er Ránar- gata 1, og næstu áratugi bættust fleiri við. Á flötinni skammt suður af styttu Ólafs Thors stendur önnur sem lætur minna yfir sér. Er það lítill björn á stalli, vináttuvottur frá Berlínarbúum. Á þeim stað hafði lyfsali hér í bæ, Lund að nafni, fengið leyfi til að reisa lýsis- hreinsunarstöð sem var illa séð, því lýsisbræluna lagði yfir Tjarn- tsbjöminn. ThorJensen lét byggja þetta glœsilega íshús áfyrsta áratug aldarinnar. argötuna þar sem helstu em- bættismenn landsins áttu heima. Árið 1905 keypti Thor Jensen þessa stöð og fékk leyfi til að byggja á sama stað íshús með því skilyrði að fjarlægja stöðina. Reis þar hin glæsilegasta íshúsbygging sem fékk nafnið „Isbjöminn". Þegar Thor gerðist hluthafi í Mill- jónafélaginu 1907 gekk íshúsið ásamt ýmsum öðrum eigum hans til þess félags. Eins og áður sagði var „ísbjörn- inn“ hið glæsilegasta hús og átti Thor eftir að fá skammir fyrir það frá félagsstjórn Milljónafélagsins í Kaupmannahöfn. Ekki hafði verið hægt að ganga fullkomlega frá húsinu fyrr en á árinu 1908. Rekstur Milljónafélagsins hafði gengið brösulega og hingað var sendur sérlegur endurskoðandi, Wellendorff að nafni. í skýslu hans til stjórnarinnar voru þeir Pétur Thorsteinsson og Thor ásakaðir fyrir bruðl. Meðal annars var fundið að því hvað „ísbjörn- inn“ væri stór og mikið skraut- hýsi. í ævisögu sinni gerði Thor grein fyrir rökum sínum á svo- felldan hátt: Úr því ég byggði íshús þarna rétt framan í höfðingjunum á einum fegursta stað í bænum, gat ég ekki hugsað mér að vera svo smásmugulegur að ganga frá því eins og argasta kumb- alda. En skreyting hússins, sem gerði það að verkum, að Well- endorff kallaði það byggt í „villu“-stíl, hafði ekki kostað nema 1000 krónur. Snemma á öðrum áratugnum færði svo „ísfélagið við Faxaflóa“ út kvíarnar með íshúsinu við Tjarnargötu þar sem nú er Tjarn- arbær. Hann hefur um nokkurt skeið verið í eigu Háskólans og bæði verið notaður til kennslu og annarrar menningarstarfsemi. Loks er að nefna íshúsið „Herðubreið" við Fríkirkjuveg 7. Bygging hússins hófst á árinu 1916. Hét fyrirtækið fullu nafni „íshús- og fiskveiðihlutfélagið „Herðubreið““. Fyrstu stjóm þess skipuðu þrír hluthafar: Þórður Bjamason formaður, Carl Proppé og Carl Olsen, allir kaupmenn. Margir minnast þessa húss af öðru tilefni því þar var um árabil rekinn einn af vinsælli skemmtistöðum ungu kynslóðarinnar, Veitinga- húsið Glaumbær. Nú hefúr Herðu- breið verið ætlað nýtt og merki- legt hlutverk að hýsa Listasafn íslands. Það er gaman til þess að vita að þau tvö íshús sem eftir standa skuli hafa fengið ný hlut- verk sem tengjast menningu og menntun íslensku þjóðarinnar því hvort tveggja hefði orðið mun fáskrúðugra ef útvegur og fisk- vinnsla hefði ekki malað þjóðinni gull. Þegar líða tók á fyrsta áratug SAGNIR 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.