Sagnir - 01.04.1984, Page 99
ÍSTAKA Á TJÖRNINNI
sóknir til landshöfðinga á alda-
mótaárinu. Þegar Thor Jensen var
að byggja „ísbjörninn" hafði hann
þessi atriði í huga:
Ég réð einn allri tilhögun á
fsbirninum. Veggirnir utan um
ísgeymsluna voru 12 þumlunga
þykkir, stoppaðir með sagi og
klæddir innan með galvaníser-
uðujárni. Öll tilhögun var mun
haganlegri en í þeim íshúsum,
sem áður höfðu verið reist hér
á landi. ísklefarnir voru á tveim
hæðum. Með þessu móti nýtt-
ist húsrúmið betur og ísinn
geymdist lengur. Þá var það
mikill kostur, að unnt var að
draga ísinn beint af tjörninni í
liúsið með vélarafli.
ístaka á Tjöminni. Karlarnir munda ís-
tengurnar. í baksýn er Fríkirkjan en
„Herðubreid" og hús ThorsJensen eru
ekki risin.
ístakan þótti bæði erfitt
verk og kalsamt
Upphaf ístöku á Tjörninni, a.m.
k. í einhverjum mæli, má eins og
áður er sagt rekja til „ísfélagsins
við Faxaflóa". Þó er ekki að sjá í
reikningum bæjarins að farið sé að
innheimta gjöld fyrir hana fyrr en
árið 1910. í athugasemd við reikn-
inginn árið 1911 og svari borgar-
stjóra má sjá hvernig að hlutunum
var staðið. f athugasemd við
tekjulið 10 (tekjur af ís) segir
endurskoðandinn:
Með þessum lið er ekkert fylgi—
skjal er sýni að upphæðin sé rétt
tilfærð. Er ekkert eftirlit haft
með ístökunni af hendi bæjar-
stjórnar eða borgarstjóra?
Borgarstjóri svarar á þessa leið:
Þeir sem taka ís á tjörninni, fá
til þess samþykki lögreglu-
stjóra. Lögreglustjóri tilkynnir
borgastjóra hverjir fái leyfið,
og þeir tilkynna hve mörg tons
þeir taki, og samkvæmt því er
gjaldið reiknað.
Fjórum árum seinna var breytt
til og ráðinn sérstakur eftirlits-
maður sem mældi upp ísgeymslur
húsanna og ísinn nú seldur eftir
rúmmáli. í athugasemd við bæjar-
reikninginn það ár sagði:
„Hagurinn af breytingunni var
auðsær. Alls seldust 3504 tenings-
metrar íss fyrir kr. 1226,40“. f ljós
hafði komið að áætluð ístaka hús-
anna hafði fram að þessu verið
vægast sagt „lausleg". En þótt hér
hafi nokkuð ræst úr fyrir bæjar-
sjóði skiptu þessar tekjur engum
sköpum fyrir afkomuna.
Sjálf ístakan gat ekki hafist fyrr
en Tjörnin var orðin hestheld og
nægur snjór á jörð fyrir hestasleð-
ana sem notaðir voru við flutn-
inginn. Allmarga menn þurfti til
verksins og var þeim skipt niður í
þrjá flokka. Einn vann við sjálfa
ístökuna, annar við akstur og sá
4
SAGNIR 97