Sagnir - 01.04.1984, Page 103
Útvegsmaður í ferðamannaþjónustu
Við sláum botninn í þennan
blaðhluta um Reykjavík og hafið
með því að rifja upp að sjómanna-
bærinn Reykjavík varð snemma
mikilvægur sem þjónustubær.
Hér komu sjómenn við á leið í
verið og tóku út til vertíðarinnar
en létu fisk í staðinn. Þá hófst
ferðamannaþjónusta snemma og
um árabil var Geir Zoega útgerð-
armaður fremstur þeirra manna
sem lögðu fyrir sig að fylgja er-
lendum ferðamönnum um land-
ið. Var hann kunnur víða um lönd
sem hinn traustasti leiðsögumað-
ur ferðamanna.
Sumarið 1862 kom hingað til
lands hinn írskættaði Bandaríkja-
maður Browne. Gott dæmi um
skopskyn hans er frásögn af við-
skiptum Geirs Zoéga og hunds
hans ’Brúsa1 á leiðinni til Þing-
valla. Brúsi átti það til að gera lífið
leitt sauðfé, sem var á beit kring-
um ferðalangana. Var hann sér-
staklega harðleikinn við hug-
lausar ærnar og lömbin sem
fylgdu þeim og gerði þau dauð-
skelkuð. Að lokum sá Geir sig
neyddan til að grípa til sinna ráða.
Gefum John Ross Browne orðið:
Rólega og yfirvegað tekur
Zoéga fram svipuna sem allan
tírnann hefur verið hulin í fell-
ingunum í frakkanum hans.
Hann lætur sökudólginn dingla
í lausu lofti og ávarpar hann, að
því er ég tel, eitthvað á þessa
leið á móðurmáli sínu:
„Æ, Brúsi minn! Hef ég ekki
fætt þig og gætt þín með föður-
legri ástúð? (Smellur, gól og
aftur smellur.) Hef ég ekki
verið þér sannur vinur og hjálp-
arhella? (Smellur, aftur smellur
og hjartaskerandi gól.) Svona
vanþakklátur geturðu verið!
Þetta eru launin fyrir alla góð-
vild mína! Sannarlega er brodd-
ur vanþakklætisins sárari en
tönn höggormsins! (Smellur.)
Ég áminnti þig um að ráðast
ekki á þessar kindur - þessi sak-
lausu og viðkvæmu litlu lömb!
Ég bað þig með tárvotum aug-
um að elta þau ekki en þú varst
forhertur í vonsku þinni og
hvað get ég nú gert annað en —
(smellur) - annað en hegna þér
eins og ég hafði heitið? Ætlar
þú að endurtaka þetta? Ó,
Brúsi, ætlar þú að halda áfram
glæpsamlegu framferði þínu?
(Dapurlegt gól.) Það hryggir
mig mjög að þurfa að gera þetta
(smellur) en það er (smellur)
þér fyrir bestu. Lát þú nú iðrast
og gakk veg hinna réttlátu upp
frá þessu!“
(íslandsferð J. Ross Browne 1862)
SAGNIR 101