Sagnir - 01.04.1984, Page 109
STRÍÐSBRÖLT OG STJÓRNFRELSI
framúrskarandi hin síðari ár; til
stjórnar veljast helst ofsamenn
og óbilgjarnir... Pað óheillamál
sem mesta eða alla sök á í þessu
er þrælamálið, sem nú lítur út
að ætli að verða banamein ríkis-
ins. (Skírnir 1861, bls. 103-
104).
Þarna var vakið máls á vanda sem
mjög vafðist fyrir stjórnmála-
hugsuðum 19. aldarinnar. Lýð-
ræðið virtist haldið þeirn ágalla að
hinir verri menn ryddu þeim betri
úr vegi í kosningum með skrumi
og ábyrgðarlausum gylliboðum.
Þessi veikleiki lýðræðisins var tal-
inn önnur af orsökum þess að
ríkið var að liðast í sundur. Hin
ástæðan var álitin vera hið tak-
markalausa efnahagslega frelsi,
sem að vísu hafði fært lands-
mönnum mikið „veraldargengi"
en hafði það illt í för með sér „að
föðurlandsást og góðir siðir hafa
þorrið að líku hófi sem auðurinn
óx.“ Þannig var viðhorf þessara
manna til frelsisins fyrst og fremst
af pólitískum toga líkt og hjá John
Lock, því ekki voru þeir upp-
næmir fyrir yngri og hagfræði-
legri hugmyndum.
Konungsveldi eða
lýðstjórn.
Hér að framan höfum við kynnst
hugmyndum um samhengi gall-
aðra stjórnarhátta og upplausnar
eða ófriðar. Veita þær hug-
leiðingar innsýn í stjórnmála-
skoðanir sem telja verður dæmi-
gerðar fyrir evrópska mennta-
menn um miðja síðustu öld. í
þeim birtist andúð á einræðis-
legum stjórnarháttum en jafn-
framt vantrú á gagnsemi róttækra
breytinga. Það var skoðun þeirra
sem vitnað hefur verið til í þessu
greinarkorni að bæði einræði og
lýðræði væru afarkostir fyrir
stjórnskipun hverrar þjóðar. í
staðinn væri æskilegast að leita
millivegar sem hefði friðvænlegri
áhrif á þjóðlífið. Þetta fyrir-
myndar stjórnarform þóttust
margir sjá í Englandi, þar sem
menn „þekkja hið sanna stjórn-
frelsi og vald það er almennings-
álitið hefir gegnum blöð og tíma-
rit, þar sem því er eins vel stjórnað
og þar í landi.“ (Norðri 15. sept.
1861, bls. 72.) Áhrif fólksins voru
talin sjálfsögð og nauðsynleg en
ótakmörkuð völd fjöldans voru
álitin jafngilda skrílræði eða anar-
kisma á sama hátt og ótakmarkað
konungsvald leiddi til harðstjórn-
ar. Því yrði að takmarka bæði
konungsvaldið og kosningarétt
almennings. Flestir þeir sem fylltu
flokk frjálslyndra þjóðernissinna
töldu að sönnu stjórnfrelsi væri
best borgið undir konungsstjórn,
senr nyti aðhalds þjóðkjörinna
þinga. í stuttu máli var ályktunin
sem fjarlægir áhorfendur drógu af
átökunum á Ítalíu og í Bandaríkj-
unum sú að óhjákvæmilegt væri
að takmarka frelsi einstaklinganna
í þágu heildarinnar. Þetta er hlið-
stæð skoðun og Jón Sigurðsson
orðaði svo allmörgum árum áður:
Enginn getur... komið eins
miklu illu af stað og einvaldur
konungur, ef hann er ónýtur
eða illviljaður, en ekki er betra
að ríkismennirnir svæli allt
undir sig, og eyði fyrst fátækl-
ingunum og síðan hverr öðrum
og öllu landinu; og þó fer einna
verst þegar skríllinn, sem ekki
hefir vit á neinu á að fara að ráða
fyrir löndum og lýðum. (Jón
Sigurðsson: Hugvekja til ís-
lendinga, bls. 4.)
-1865.
Norðri VII-IX. ár, Akureyri 1859
-1861.
Skírnir XXXII-XXXIX ár,
Kaupmannahöfn 1858-1865.
Stromberg, R.N.: An Intellec-
tual History of Modern Europe,
New York 1975.
Pjóðólfur XI-XVII. ár, Reykjavík
1859-1865.
Heimildaskrá:
Hearder, H.: Europe in the Ninete-
enth Century 1830/1880, Lon-
don 1974.
Hegel, G.W.F.: Philosophy of
Right. Translated with notes by
T.M. Knox, Oxford 1980.
Hobsbawn, E.J.: The Age of
Revolution. Europe 1789-1848,
London 1977.
Norðurfari I. ár, Kaupmannahöfn
1848.
íslendingur I-IV. ár, Reykjavík
1860-1865.
Jón Sigurðsson: Hugvekja til
ísletidinga. Úrval úr ritum og
ræðum Jóns Sigurðssonar til loka
þjóðfundar. Með inngangi eftir
Sverri Kristjánsson, Reykjavík
1951.
Norðanfari I-IV. ár, Akureyri 1862
SAGNIR 107