Sagnir - 01.04.1984, Side 113
GULLÆÐIÐ í REYKJAVÍKU
Vatnsmýrargullinu haíi orðið til
þess að íslendingar fengu námu-
lög sem síðan voru bætt all veru-
lega á þinginu 1909.
Eftir samþykkt bæjarstjórnar
og síðar stjórnarráðsins virtist
ekkert geta stöðvað Sturlu Jóns-
son og félaga í því að hefjast handa
í Vatnsmýrinni eða öllu heldur
„Gullmýrinni“ eins og farið var
að kalla hana. Réttum hálfum
niánuði eftir að stjórnarráðið
hafði staðfest einkaleyfið stofn-
uðu þeir hlutafélagið Málm.
Samtals voru stofnendurnir níu:
Sturla, bróðir hans Friðrik Jóns-
son kaupmaður, Klemens Jóns-
son landritari, Björn Ólafsson
augnlæknir, Ásgeir Sigurðsson
kaupmaður og konsúll, Sigurður
Briem póstmeistari, Kristján Þor-
grímsson kaupmaður, Sigfús Ey-
mundsson bóksali og Hannes S.
Hanson. Félagsstofnunin var aug-
lýst í blaðinu Þjóðólfi í lok septcm-
ber og 13. nóvember. Þar kom
fram að búið væri að semja lög
fyrir félagið og prenta hlutabréf
og að byggt væri á heimild bæjar-
stjórnar frá því um sumarið.
Þlemcns Jónsson landritari. Var í stjóm
hlutafélagsitis Málms.
Asgeir Sigurðsson kaupmaður og konsúll.
Var í stjórn Máhns.
Stofnfé félagsins var ákveðið
100.000 krónur en upphæð hvers
hlutar 50 krónur. Stjórnin nrátti
þó auka hlutaféð í 250.000 krón-
ur. Reykvíkingar höfðu forgangs-
rétt í þrjá mánuði til þess að kaupa
hluti en einungis átti að innheimta
fimmtung hlutafjárins í fyrstu.
Samkvæmt lögunum hafði hver
hluthafi atkvæði fyrir hvern hlut.
í auglýsingunni sagði ennfremur:
Stjórn félagsins er skipuð 5
hluthöfum og 2 varamönnunr
er heima eiga í Reykjavík; ...
Stofnendur félagsins kjósa
stjórn í fyrsta skipti og gildir sú
kosning til aðalfundar 1908. Á
hverjum aðalfundi fara tveir úr
stjórn eftir aldursröð eða hlut-
kesti.
Fyrsta stjórn Málms kom því úr
hópi nímenninganna en hana
skipuðu Sturla Jónsson sem var
formaður, Klemens landritari,
Björn Ólafsson, Sigurður póst-
meistari og Ásgeir Sigurðsson.
Nú hófst hlutafjársöfnun og
gekk nokkuð vel. Allmörg loforð
fengust um hlutaféð og stofn-
endur félagsins keyptu stóra hluti
sjálfir. Árið 1905 var að líða í ald-
anna skaut og þótt gengið hafi á
ýmsu við gullleitina virtust nú
allar hindranir úr vegi og bjart
framundan í Gullmýrinni.
Arnórs þáttur Árnasonar
Víkur sögunni nú til Ameríku.
Nokkru fyrir aldamót hafði flust
þangað maður að nafni Arnór
Árnason. Hann settist að í Chi-
cago, gerðist málmbræðslumað-
ur, en hafði alltaf sterkar taugar til
gamla landsins og óbilandi trú á
því að hér leyndust dýrmætir
málmar í jörðu. Skömnru eftir
aldamótin ritaði hann grein í hér-
lent blað, þess efnis, að mjög
mikil líkindi væru til þess að ís-
land væri námuland. Hann benti
á ýmsar líkur fyrir því að svo
væri, m.a. það að eyjan lægi
nákvæmlega á sama breiddarstigi
og þau lönd heimsins er auðugust
hefðu reynst að málmum, einkum
gulli. Sjálfur hefði hann rann-
sakað steina og sand frá ýmsum
stöðum á íslandi og í þeim hefði
reynst vera töluvert af málmum,
Sigurður Briem póstmeistari. Var í stjórn
Máhns.
SAGNIR 111