Sagnir - 01.04.1984, Page 114

Sagnir - 01.04.1984, Page 114
GULLÆÐIÐ í REYKJAVÍK bæði gulli og silfri og kopar. Nú var þessi maður kominn til lands- ins til stuttrar dvalar. Hann steig af skipsfjöl snemma í október 1905 og hóf þegar afskipti af gull- leitinni. Arnór fékk sýnishorn af sandi til rannsóknar úr einni holu, á 6-7 metra dýpi. Niðurstaða hans varð sú að hér væri gull, eir, járn, sink og silfur. Hann fullyrti að úr 2000 pundum af slíkum sandi fengist um 144,50 króna virði gulls. Hins vegar taldi hann ekki ráðlegt að vinna þannig námur nema gnótt væri af sandinum svo fyrirtækið yrði rekið í stórum stíl því útbún- aður allur myndi kosta um hálfa milljón króna. í blaðaviðtali sagði Arnór frá því að þess væru dæmi í Vesturheimi, þar sem sams konar sandur væri ekki mjög neðarlega, að á margfalt meira dýpi, t.d. 335- 400 metra, væri gull í molum, 18- 20 karata. Reynslan ein yrði þó að skera úr um hvort svo væri hér, hins vegar væri óráðlegt að treysta fullyrðingum jarðfræðinga um að ekki gæti verið gull í jörðu því þeir hefðu svo oft haft rangt fyrir sér. Staðhæfingar Arnórs Árnason- ar hafa án efa æst upp í mönnum gullhungrið en þeim var mótmælt Björn Ólafsson augnlœknir. Var í stjórn Málms. opinberlega. Það gerði Björn Kristjánsson með grein í Fjallkon- unni 3. nóvember. Hann benti á að Arnór gæti ekki sagt til um hve mikið af málmi væri í hinum ýmsu málmlögum í borholunni þótt hann hefði fengið sýnishorn í hendur því iðulega hefði verið sprengt í henni með dýnamíti og sandurinn gæti þá verið sambland frá mörgum metrum úr holunni. Þess vegna hefði Arnór aðeins getað athugað hverjar málmteg- undir fyndust í sandinum og það hefði verið gert oft áður. Síðan sagði Björn að rannsókn Arnórs Árnasonar sannaði eðlilega ekkert til eða frá um það hvort málm- gröftur borgaði sig í Vatnsmýr- inni eða ekki. „Það er þá fyrst hægt að segja um það,“ sagði Björn, „þegar búið er að ná í jarð- lögin eins og þau liggja í jörðinni, annaðhvort með þar til gerðum bor, eða með því að grafa göng niður í málmlögin." Fyrr en það væri gert, væri ekki rétt að kveða neitt upp um það hvort málm- gröftur borgaði sig eða ekki á þessum stað. Ekki var þætti Arnórs Árna- sonar þó lokið. Grein eftir hann birtist í ísafold réttum mánuði eftir skrif Björns og þar hélt hann fast við fyrri staðhæfingar sínar og sagði að „veruleg gullöld íslands" væri aðeins að byrja. í greininni sagði hann að hér á landi varðaði það mestu að verklegar fram- kvæmdir kæmust af stað. Fyrsta skrefið í þá átt væri í því fólgið að íbúar höfuðstaðarins létu ekki dragast að kaupa hlutabréf í Málmi, þeir mættu ekki sjá eftir nokkrum krónum þar sem e.t.v. gæti verið um milljónir að tefla. Bormenn íslands, yðar bíða ... Þrátt fyrir að Arnór Árnason hefði skorað á fólk að kaupa bréfí Málmi söfnuðust aðallega loforð Björn Kristjánsson kauptnaður. Áfyrstu áratugum aidarinnar vann hann ötullega að málmleit hérlendis og kottt mjög við sögu gullmálsins. um hlutaféð — beinharða peninga vantaði. Þegar árið 1906 var búið að stíga sín fyrstu skref kom í ljós að fáir virtust ætla að standa við gefin loforð. Sturla Jónsson og félagar voru þó ekki á því að gef- ast upp þótt ekki blési mjög byr- lega hjá þeim. Félagið vantaði öll tæki en nú voru þau pöntuð. Seint gekk þó að fá bor til landsins og framkvæmdir töfðust. Sumarið 1906 var Klemens Jónsson sendur utan til þess að ná í borinn en hann kom tómhentur heim. Um haust- ið þetta ár var annar maður sendur út í sömu erindum, Rostgaard að nafni og var sá vélstjóri. Hann kom aftur íjanúar 1907 borlaus en hafði þær fréttir helstar að von væri á bornum í næsta mánuði. Þegar skip sameinaða gufu- skipafélagsins, „Ceres“, tók land í febrúar kom í ljós að aðeins nokkrir partar af bornum voru með. Allt hafði þó verið sent á stað frá verksmiðjunni í Þýska- landi og átti að verða samferða hingað en mikill hluti sendingar- innar hafði tafist á leiðinni, líklega í Kaupmannahöfn. Það sem á vantaði átti að koma með næstu 112 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.