Sagnir - 01.04.1984, Síða 124

Sagnir - 01.04.1984, Síða 124
AUMASTIR ALLRA asta sinn, sem ég leiddi Árna Páls- son af Ingólfskaffi heim á Laugar- veg 11 var sól og vor og blóma- rósir götunnar skörtuðu sínu feg- ursta eins og liljur vallarins. Rangeyg ásjóna gamla mannsins ljómaði um leið og hann þrýsti hönd mína og sagði tregabland- inni röddu: „Allt er þetta öðrum ætlað.“ Síðar um sumarið hitti ég Sverri Kristjánsson. Hann var að koma af Laugavegi 11. „Nú er vini vorum brugðið, “ sagði hann, „Árni er kominn í rúmið og á orðið erfitt um mál.“ Þá gaut hann augunum til töskunnar minnar og spurði: „Er nokkuð í tösku?“ í þann tíð voru ekki ein- ungis möppur í tösku, og þetta voru síðustu fréttirnar af síðasta eilífðarstúdentinum við heim- spekideild. Gamla, rólega og áhyggjulausa deildin mín hvarf ofan í kirkjugarð svalan haustdag, en þá urðu mistök við jarðarför. Nokkrum vinum líksins var stefnt suður í Fossvog; mér, Sverri Kristjánssyni, Guðnajóns- syni, síðar prófessor o.fl. dánu- mönnum og skyldum við bera kistuna síðasta spölinn, var okkur sagt. Þegar svarta bifreiðin stað- næmdist í garði framliðinna, rudd- umst við fram í kjólfötum, því að þá voru menn fínir við jarðarför, og hafði ég fengið múnderinguna lánaða hjá Einari Olgeirssyni. Sem við vorum að koma höndum á kistuna, drundi við kunnugleg rödd: „Eru hér að verða einhver mistök?“ og fram steðjaði Ólafur Thors með Varðarliðið og hófu vin vorn til hinstu hvíldar. Við hörfuðum að svörtu bif- reiðinni og rauluðum í barminn: „Hin gömlu kynni gleymast ei, er glóir vín á skál“, en gleymdum Allt eins og blómstrinu eina, og öldin var orðin önnur. Ég paufað- ist heim og hélt áfram að dýrka drottningu húmaniskra fræða utan allra garða. Árni Pálsson prófessor. svo að hinir dauðadæmdu þurftu ekki framar að appellera til síns náðuga kóngs. Leiðin liggur um höfuðból og hreysi, frá Hvassa- felli til Sjöundár, frá Skálholti og Þingvelli til Arnarhóls og Brim- arhólms; stéttabaráttan og jafn- réttið situr á hverri hundaþúfu við götuna og unglingavandamálin frá Bjargi í Miðfirði til Hallæris- plansins og hans Steindórs Gunn- arssonar, sent Steindórsprent er kennt við, og mér er sagt að hafi síðastur sveina hlotið föðurlega áminningu með rassskell í Stein- inum rétt eftir aldamót. Skikkan í samfélaginu er eilíft vandamál, því að: Hrekkja spara má ei mergð. — Mannskepnan skal vera — hver annarar hrís og sverð. - Hún er bara til þess gerð. Auðvelt er að rausa um görnul kynni, áhyggjuleysi utangarðs- fólks, og hvort sé áhrifameira að hökta ástarbrautir, syndabrautir eða refsibrautir til skýringar á gangi sögunnar, en rausið er markleysa, því að jafnvel hér á heimsenda köldum vakna menn fyrr eða síðar við skylduboðið að rækta garðinn sinn. „II faut cult- iver son jardin“, sagði Birtingur, Ég stundaði kennslu við gagn- fræðaskóla í 30 ár, af því að mér þótti það yfirleitt skemmtilegt og var hluti af starfshópi, sem ég vildi ekki missa. Eitt sinn var ég yngstur í hópnum, en hann kvist- aðist smám saman, og nú erum við aðeins orðnir tveir eftir á upp- réttum fótum af gamla liðinu. - Síðast heimsótti ég gagnfræða- skóla við Víghólastíg í Kópavogi fyrir um mánuði síðan. Hvað liggur beinna við að ræða á slíkum stað en vígaferli og fleng- ingar? Við lifum á tímum sein dýrka ofbeldi, og refsilöggjöfin íslenska er líklega ratvísasta leið- arhnoð, sem við eigum í klukku- stundar rabb um feril sögunnar á landi voru. Það leggur leiðina frá Gretti Ásmundarsyni að Litla- Hrauni, en þar tók Jón íri ríksdal fyrir rass á dögum Árna Þórarins- sonar. Ekki er úr vegi að koma við í Holtunum hjá hinum marg- flengda afa hans Guðmundar Daníelssonar. Grágás, Járnsíða, Jónsbók og Stóridómur verða nauðsynlegir áfangastaðir á refil- stigum réttvísinnar og siðbótar- maðurinnjónasjónsson frá Hriflu ógleymanlegur, því að hann afnam dauðarefsinguna árið 1928, 122 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.